Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Síða 69

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Síða 69
„ a l d r e i s t ú l k u r u p p í v i n d / ó ð a r s l e n g j a l í n u m TMM 2017 · 4 69 sama og er í upphafi gerð að viðtakanda kvæðisins, láti sér það vel líka en rjúki ekki burt og „firri mig [skáldið] nú fundi“. Í næstsíðasta erindinu lítur skáldið enn yfir verk sitt, segist hafa tilgreint nokkur dæmi kvenna, einkum þeirra sem skarað hafi framúr í dyggðum og sóma, en bætir svo við: „aðrir telji illkvendin / er þau heldur reyna fá“. Í lokaerindinu ávarpar skáldið síðan konuna sem talað er til um leið og hann hrósar henni fyrir þolinmæðina og hvetur hana til að læra af fordæmi kvenskörunga sögunnar. En þó virðist óvíst að kvæðið nái tilgangi sínum; konan er enn sem fyrr „fá við mínum [skáldsins] fundi“. Í sjálfri skörungaskrá Sprundahróss eru taldar upp tuttugu og fimm konur. Hverri þeirra um sig er tengdur einn atburður eða fleiri sem vitna eiga um ágæti þeirra og/eða sýna að ljóðmælandi viti um hvað hann er að tala. Oftast er eitt erindi helgað hverri konu en í fáeinum tilvikum deila tvær eða þrjár sama erindinu. Upptalningin hefst með persónum úr biblíunni og konum frá fyrstu öldum kristninnar; því næst er vikið að drottningum eða konung- legum persónum, þar á meðal úr íslenskum sagnararfi, og loks er fjallað um kvenpersónur sem getið er um í Landnámu og Íslendingasögum en eru þó ekki konunglegar. Þar með er farið frjálslega með gamla mynstrið heiðnar persónur, kristnar og gyðingbornar en sagan af ólíkum heimsskeiðum og fróðleikur sem henni tengist þó haldin í heiðri. Að loknum innganginum sem fyrr var lýst er sjónum beint að Maríu mey, sem er þó – á táknrænan hátt – aldrei nefnd með nafni: Allmörg hafa verið vel vífin meður þjóða eina þó ég æðsta tel allra heimsins fljóða ól hún vorn Emmanúel Adams niðja blóma ég sá þann sóma. Hafi menn átt von á að Maríu yrði hrósað fyrir umburðarlyndi og elskusemi, verða þeir fyrir vonbrigðum. Samkvæmt kvæðinu er meginafrek hennar að hafa alið sitt sveinbarn en að auki er henni hælt fyrir að hafa verið þolinmóð í þrautum sínum; guðhrædd og dyggðum prýdd. Hefðbundin staða konunnar sem móður er hlítir guðlegri forsjá möglunarlaust og virðir viðmið samfélags- ins er semsé sett á oddinn. Í framhaldinu er vikið að fleiri konum úr biblíunni eða öðrum heimildum um löndin fyrir botni Miðjarðarhafsins: Ester, Debóru og Jael, Rahab, Rut, Naemi (Naómi), Maríu Magdalenu – sem gengur aðeins undir síðara nafn- inu í kvæðinu – Abigael, (Salóme) Alexöndru, Zenóbíu, frú Pílati, Tabítu og loks Tómíris. En María mey reynist síst af öllu dæmigerð fyrir þær allar. Sex þeirra mega reyndar kallast fyrirmyndir sem leiðtogar, þ.e. Ester, Abígael, Alexandra, Zenóbía og Tómíris, sem eru allar drottningar, og Debóra, sem
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.