Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Síða 75

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Síða 75
„ a l d r e i s t ú l k u r u p p í v i n d / ó ð a r s l e n g j a l í n u m TMM 2017 · 4 75 Og hann bætir við orðunum sem fyrr var vitnað til: Aðrir telji illkvendin er þau heldur reyna fá sóma föt og silkin blá. Því má ekki aðeins hafa skáld Sprundahróss, ásamt Boccaccio og Chaucer fyrr, til vitnis um að aldalangar viðteknar hugmyndir um konur séu í endur- skoðun. Það má einnig líta svo á að athugasemdirnar um stúlkuna sem hann ann séu hálfkæringur; hann sé að skopast að ritklifinu „það vill mig enginn“. IV Hér hefur því verið haldið fram að kvæðið Sprundahrós eigi sér að nokkru leyti rætur í ævafornri hefð skörungaskráa og þó sérstaklega rita og kvæða um frægar konur fyrri alda sem tóku að spretta upp á 14. öld. Þar með ber það í sér minjar um fjöruga og stundum furðulega umræðu um eðli og hlutverk kvenna, sem að sínu leyti var hluti af pólitískum og trúarlegum sviptingum í Evrópu á endurreisnartímanum. Jafnframt má þó hafa það til marks um vaxandi vitund um að konur ættu sér sögu engu síður en karlar. Varla er þó ástæða til að ætla að skáldið sem orti Sprundahrós hafi fyrst og fremst ætlað sér að leggja sitt til pólitíkur, guðfræði eða söguspeki. Kvæðið er ekki síst til skemmtunar eins og algengast er um kvæði undir vikivakaháttum en það flytur einnig sögulegan fróðleik, að nokkru ættaðan úr erlendum bókum. Það er því öðrum þræðinum fræðiljóð og í sver sig í hefð annarra slíkra – eins og kappakvæðanna. Þótt vikivakaháttur og kappakvæði dyttu úr tísku þegar frá leið héldu Íslendingar áfram að yrkja fræðiljóð þar sem taldir voru upp valinkunnir menn og sögð á þeim deili. En á 19. öldinni varð slíkur kveðskapur æ alþýðlegri og fjallaði gjarnan um nánasta umhverfi eins og margir og langir bálkar bænda- og formannavísna undir rímnaháttum bera vitni um: Sjómenn og bændur höfðu tekið við hlutverkum konunga, riddara og annarra fornkappa. Og rétt eins og Sprundahrós braut gegn hefð íslensku kappakvæðanna með því að segja frá frægum konum, gekk Helga Pálsdóttir, vinnukona á Grjótá í Fljótshlíð, í berhögg við hefðina er hún orti um húsfreyjur sveitarinnar í stað bændanna, árið sem íslenskar konur fengu kosningarétt. Munurinn er sá að meðan ekki er fullvíst að Sprundahrós feli í sér meðvitað andóf þótt það bergmáli ýmsar hræringar sem snertu þjóð- félagsstöðu kvenna, er lítill vafi á því að Helga á Grjótá var að leggja sitt af mörkum til réttindabaráttu kvenna (Helga Pálsdóttir 2015: 85–95). Á seinni hluta 20. aldar hverfur hefðbundinn kveðskapur að miklu leyti af sjónarsviði „fagur“bókmennta, og verður einatt ekki gjaldgengur sem „alvöru“ skáldskapur. Um sama leyti líða alþýðleg fræðiljóð og minnisvísur einnig undir lok sem lifandi hefð nytjaskáldskapar og virtist þá fokið í flest
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.