Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Síða 94

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Síða 94
J ó n S i g u r ð s s o n 94 TMM 2017 · 4 eins og tinnu til að kveikja neista. Og það er einn tindurinn í „kiljanskri snilli“ að jafna ekki slíkar mótsetningar, að leysa ekki úr þessu átaki, heldur sýna það sem lífrænan iðandi þátt í sálarlífi mannveru. VII Annað sem vekur eftirtekt er afstaða Bjarts til trúmála og þekking hans á þeim. Hér er vinnumaður á afskekktu koti sem hefur á hraðbergi frumlegar yfirlýsingar um þessi mál, en segist að öðru leyti fornrar rímnatrúar og „þótti helst varið í þá sem trúðu á mátt sinn og megin“ (H 2011:32). En sum ummæli hans lýsa þekkingu sem virðist komin frá höfundi Vefarans mikla frá Kasmír, fremur en fyrirmyndum, kennurum eða bóklestri fyrr á ævi Bjarts sjálfs. Þetta kemur á óvart í þessum aðstæðum, en samt er frásögu- snilld höfundarins slík að í lestri verksins birtast þessar yfirlýsingar Bjarts eins og sjálfsagt mál. Bjartur setur ljós sitt ekki undir mæliker, frekar en endranær. Sumt er skemmtilegt, svo sem að trú sé óþarfi „fyrst maður trúir ekki á fjandann“ (H 2011:50). Í fyrsta hluta verksins ræðast gangnamenn við. Einn þeirra hefur lesið á bók um gang sólarinnar. Hann nefnir að í Biblíunni segir að sólin hafi staðið kyrr. Um þetta segir þá Bjartur: „Láttu ekki nokkurn lifandi mann heyra að þú takir þetta trúanlegt. Maður skyldi vara sig á því að trúa því sem maður les í bókum. Aldrei lít ég á bækur sem sannleika, allra síst biflíuna, því það er einginn kominn til að hafa hemil á því sem stendur í bókum. Þeir geta logið hverju sem þeir vilja, að minsta kosti í þá sem ekki hafa verið á staðnum“. Þá er vísað til þess „að Jesús Kristur hafi risið upp á sunnudags- morgni …. Ekki veit ég það, sagði Bjartur þá, hvenær hann kann að hafa risið upp; eða hver var til staðar að votta það? Eitthvert kvenfólk, vænti ég, það er mikið að marka hjartveikina í kvenfólkinu, eða hitt heldur“ (H 2011:99). Hér leikur skáldið sér að því að hafa óráðið hvort Bjartur er aðeins að tala um tímasetningu, eða um Biblíuna, eða um upprisuna sjálfa; – eða aðallega að tjá sig um vitsmuni, þarfir og heilsufar kvenna. Skáldið er í og með að hnippa í lesandann, setja hann um koll af hlátri og hneyksla hann í leiðinni sér til gamans. Halldór notar sjálfur löngu síðar orðið „prakkaranáttúra“ af alltöðru tilefni (Ólafur 2007:40). Á ritunartíma verksins stóðu miklar deilur um svonefnda „frjálslynda“ guðfræði. Orð Bjarts um heimildir fyrir efni bóka má túlka sem tilvísun til kröfu „nýju“ guðfræðinnar um lesmálsrýni (Textkritik). Og Bjartur kemur áliti sínu rækilega að um dómgreind og vitnisbærni kvenna. Hann er hér sammála stjórnvaldi og fræðimönnum í Palestínu á dögum upprisunnar. Að öðru leyti lýsir hann andstöðu gegn því hvernig höfðingjar beita kristnum kenningum. En hér tekur Halldór upp upphafsorð Alþýðubókarinnar, gamalkunn úr kristnisögu Evrópu: „Menn skyldu varast að halda að þeir viti nú alla skapaða
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.