Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Page 95

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Page 95
Á l e i ð i s a ð U r ð a r s e l i TMM 2017 · 4 95 hluti þó þeir hafi lesið eitthvert slángur af bókum, því sannleikurinn er ekki í bókum, og ekki einu sinni í góðum bókum, heldur í mönnum sem hafa gott hjartalag“ (H 1929, 1956, 17). Þetta er alveg í anda Tómasar frá Kempis, en bók hans um „Breytni eftir Kristi“ var námsefni lærisveina í stofnunum Rómarkirkjunnar (Kempis 1955). Merkileg er lýsingin á því þegar Þórður gamli í Niðurkotinu syrgir Rósu dóttur sína og er beðinn að fara með Faðir vor fyrir líkfylgdina: „Það var ekki svo þægilegt að greina hvað hann sagði …“ (H 2011: 204). Hér gerir orðið „svo“ lesandann að viðstöddum áheyranda. Síðan er marg-stagað í bænina, en það verður ekki lesið sem niðrun eða útúrsnúningar, heldur: „… kanski var erfitt að hugsa sér jafn tilvalinn stað fyrir þessa yndislegu bæn, það var einsog frelsarinn hefði skrifað hana fyrir þetta tækifæri“ (H 2011:204). Hér er samúð og hlýja í lesmálinu, en síðan segir allt í einu: „Menn beygðu höfuð sín, allir nema Bjartur, sem aldrei gat til hugar komið að beygja sig fyrir órímaðri bæn“ (H s.st.). Hér kemur þá köld skvetta úr óvæntri átt, þvert niður í innilega hlýjuna. Þegar Rauðsmýrarmaddaman ergir hann með hálfkveðnum vísum og spurningum, í samtali sem tekur síðan alvarlega stefnu, storkar hann henni með ögrunum um kristnina (H 2011:554). Annars vegar storkar hann maddömunni og afþakkar misnotkun þeirra á kristninni sem hærra standa í mannfélagsstiganum, en hins vegar ýtir hann líka við lesandanum. Sérstakur kafli um „Guð“ í þriðja hluta verksins lýsir börnum í einlægri leit að fyrsta skilningi en fá í staðinn kennara sem er með öllu óhæfur. Þarna eru sýni af afstöðu sumra „frjálslyndra“ kennimanna. Út yfir tók þegar kverið var lesið eins og margir aðrir héldu fram á þessum tíma. Ásgeir Ásgeirsson, velunnari Halldórs, hafði skrifað sérstakt rit með gagnrýni á kverið, en hann var forsætisráðherra þegar fyrra bindi Sjálfstæðs fólks kom út (Ásgeir 1925). Bjartur er farinn að heiman að berjast fyrir þörfum heimilisins og draumum sínum um hús. Hann sendir barnakennara í Sumarhús. Barna- kennarinn virðist ekki af efnalegri yfirstétt heldur menntamaður og hefur kynnst „heimsmenníngunni“ báðum megin hafs og segist vera hugsjóna- maður (H 2011:479–480). Kennarinn er í senn viðsjárgripur og aumkunar- verður sjúklingur. Einlægri spurningu Ástu um guð svarar hann fyrst í sam- ræmi við starf sitt en síðan þannig: „Það er ekki orð satt í þessu. Það er tóm vitleysa. Það er fyrir veikgeðja fólk“ (H 2011:498). Hann nauðgar barnungri stúlkunni. Ekkert kemur fram um sálarstríð hjá honum eða hlýjar kenndir. Hugar- stríð hans snýst allt um að láta útvega sér meðal „uppá hóstann“ enda vínbann í gildi. Kennarinn virðist hömlulaus og ekki reyna að hafa stjórn á sér. Er hann ekki í rúst eða siðleysingi? Þegar af honum rennur ákallar hann guð. En erfitt er að sjá að þjáning hans þá sé annað en harkalegir timburmenn og djúp sálarlægð fíknarinnar. Halldór Kiljan Laxness var meistari í því að lýsa drykkjumönnum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.