Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Side 105

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Side 105
Á l e i ð i s a ð U r ð a r s e l i TMM 2017 · 4 105 – jafnvel frá bernsku? Var honum þá stuggað af fæð og kala? Á hann enga móðurminningu? Er móðurleysi ef til vill lykill að hugarfari hans? Bjartur yfirgefur Rósu þegar hún væntir sín, skilur hana eftir eina í kotinu með tíkinni. Hann heldur að leita að ánni Gullbrá sem Rósa hafði skorið og etið. En Bjartur sér ekki fyrir þá ævintýralegu fimm daga svaðilför sem bíður hans þegar hann hrekst undan veðri og ríður hreindýrstarfi yfir jökul- fljót (H 2011:127–157). Sumt í frásögunni er áttavilla og tímavilla og virðist á mótum endurminningar, kraftasögu, draumfara eða martraðar. Getur þetta vanhugsaða þrekvirki að einhverju leyti verið skírskotun til frægrar óveðurs- fjallgöngu Hans Castorps í Töfrafjallinu eftir Thomas Mann? (Mann 1924). Bjartur ræður ekki heimkomutíma sínum, en ámælisvert, tillitslaust og ábyrgðarlaust var að skilja konuna eftir með þessum hætti þegar svo stóð á. Og þó hefur það ekki hlotið sömu dóma á sögutíma eða útgáfutíma sem yrði nú á dögum, og þarfir búsins voru að sönnu brýnar eins og bóndi leit á. Hann er í uppnámi, skynjar leppsstöðu sína með óþægilegasta hætti (H 2011:131). En þegar að því kemur tekur Bjartur barninu af óvæntri hlýju, jafnvel blíðu sem mótar framhaldið (H 2011: 172–173). Þeirri spurningu verður ekki svarað endanlega hvort Bjartur er beinlínis ábyrgur fyrir andláti Rósu, en spurningunni verður ekki vísað á bug heldur. Hann virðist trúa því að ekki geti munað um tvo til þrjá daga (H 2011:129), er að hætti karlmanna hræddur við fæðinguna og ekki bæta hugsanirnar um faðernið. Rósa þegir um afdrif Gullbrár og reynir að halda aftur af Bjarti. Viðhorf til fæðingahjálpar og dauða móður af barnsförum voru á þessum tíma harla ólík því sem nú tíðkast. Síðustu kveðjuorð Bjarts við Rósu gefa í skyn að hann hafi í einlægni ekki haft þekkingu eða skilning á því hvernig ástatt er og þess vegna eru ef til vill ekki forsendur til dómsáfellis (H 2011:133). Þegar hann ræðir eftir á við prestinn um jarðarför Rósu segir Bjartur eins og ekkert sé: „… ætla ég að biðja þig að segja heldur gott en ilt um hana, því ég hélt mikið uppá þá konu“ (H 2011:185). Reyndar hafði hann kveðið: „fallin eina rósin“ í vísu sem formlega er víxlhend sléttubönd (H 2011:166). Líklega verður seint komist nær mati sumra karlmanna á konum en hér, – nema væri þá í sama samtali þegar presturinn segir: „Ég veit samt ekki betur en kvenfólk þurfi sinna muna með, eingu síður en grasbítur“ (H 2011:182). Vel má hugsa sér að lokaorðunum hér sé fyrst og fremst ætlað að hneyksla lesanda. Presturinn minnir á þarfir og rétt kvenna, en hér er litlu bætt efnislega við samtal sóknarbarns við prestinn sinn um sviplegt andlát eiginkonu og jarðarför. Í öðrum hluta verksins, Skuldlaust bú, verða vorharðindi og fjárfellir sem Bjartur kemst ekki undan. Hann ákveður að slátra kúnni því að ærnar ganga ævinlega fyrir í huga hans (H 2011:388–391). En hér var neyðarástand. Á það er líka að líta að um þetta hefur Guðbjartur Jónsson hreint ekki verið einn meðal íslenskra bænda á þessum tíma. Það þurfti sérstakt átak á þessum tíma
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.