Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Side 109

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Side 109
Á l e i ð i s a ð U r ð a r s e l i TMM 2017 · 4 109 verða því alls ekki talin til illmennsku eða fantaskapar, heimsku eða blindu. Í þessu var Guðbjartur Jónsson alls ekki einn á ferð. Bjartur segir: „Það hefur altaf verið mín skoðun … að maður eigi aldrei að gefast upp meðan maður lifir, jafnvel þó þeir hafi tekið alt af manni“ (H 2011:721). Hann hefur kunnað að meta þessa afstöðu Bandaríkjamaðurinn sem áður er nefndur og barði óvænt að dyrum að Gljúfrasteini til að þakka skáldinu fyrir hönd milljóna manna sem hugsuðu eins og Bjartur í lífsbaráttu sinni í stórborgunum vestan hafs (H 1965:55–56). Það má líka heita óvænt sem segir af utanríkisráðherra Stóra-Bretlands í landhelgismáladeild Sjó- minja safnsins í Reykjavík. Í síðasta þorskastríðinu bað nýskipaður ráðherra aðstoðarmann að útvega sér ritverk sem gæti gefið sér hugmynd um lyndis- einkunnir þessarar stíflunduðu og stríðlyndu þjóðar. Aðstoðarmaðurinn útvegaði Sjálfstætt fólk í enskri þýðingu. Ráðherrann las og gaf þessa ályktun: „We will never win this war.“ (Sjóminjasafnið) XIV Það vekur athygli að Halldór Kiljan Laxness velur þann margræða kost að sýna Bjart á búi sínu ekki blíðan og glaðan í hugsjón sinni um bóndann, heldur enn sem fyrr fullan mótþróa og gremju. Hann er að vísu „nýmóðins framfaramaður“ að mati prestsins (H 2011:189), en þrátt fyrir tíðaranda virðist hann ekki njóta gleði af árangri sínum. Með þessu verður Bjartur þá í senn táknmynd þessa tíðaranda en um leið talsmaður höfundarins við að afhjúpa hana sem villuljós. Hér er skáldið með nokkrar kúlur á lofti í einu, og umhugsunarvert hversu vel leikurinn tekst. Hér birtast enn blendni og marg- feldni. Í margræðum og blendnum lýsingum og frásögum Halldórs birtast saman í verkinu einkaleg svið og samfélagssvið, sálarlíf í einrúmi og félagsleg ferli. Barátta verður ekki aðeins í mótsögnum í mannlýsingum heldur líka á ólíkum stigum, inni fyrir og út á við, við sjálfan sig og við aðra. Hér má minna á ritbrögð Honoré de Balzac sem sýnir ólíkar hliðar ein- staklinga, mannkosti við hlið lasta og villu, breyskleika og hégómaskap (Robb 2009:xiv; Lukács 1953:51,54,60). Þannig geta eiginleikar hetju og andhetju leikist á í sömu lýsingu á sama manni og lesandinn er sveigður til samhugar þótt brestir séu birtir. Dagný Kristjánsdóttir telur að Bjarti sé lýst sem „and-hetju, manni sem stefnir að frelsi út frá forsendum einstaklings- og auðhyggju sem hlýtur að tortíma honum og öllu því sem hann elskar“ (Dagný 2010:73). Ekki er vafi um einstaklingshyggju Bjarts en sjálfsábúðarstefna og „hamsúnismi“ bænda á öndverðri liðinni öld verða ekki talin „auðhyggja“ (sjá einnig: H 2011:285). Hér er of mikil einföldun og tekið hugtak sem fylgir helst borgaralegu peningahagkerfi. Auðhyggja eða auðsöfnun vaka alls ekki fyrir Bjarti. Innsæi í blendni og margfeldni sálarlífsins skiptir auðvitað meginmáli.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.