Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Page 135

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Page 135
H u g v e k j a TMM 2017 · 4 135 inga, ofsóknir gegn þeim fyrir stríð og síðan handtökur og flutninga í búðir á stríðsárunum, kvikmyndir voru gerðar, fyrst hin fræga mynd Shoah eftir Claude Lanzmann, og allir þessir atburðir kom- ust í hámæli og urðu öllum kunnir. Einnig kom í ljós að frönsk lögregla hafði stundum lagt gjörva hönd á ofsóknirnar, en það hafði aldrei áður mátt nefna. Önnur hliðin á málinu var svo sú, að þá fór einnig að bera á “end- urskoðunarsinnum“ eða „neitendum” sem töldu að þessar sögur væru ósannar, og farið var að svara þeim hástöfum, jafnvel draga þá fyrir rétt. Kannske urðu þessi umskipti fyrst og fremst í Frakk- landi, en ég minnist þess þó að fyrstu tímana eftir heimsstyrjöldina síðari, fram á áttunda áratuginn, var það jafn- an „Hiroshima“ sem var tákn um hið alilla, skáldin ortu um „regn í Hiros- hima“ og þar fram eftir götunum, haldnar voru minningarhátíðir og þetta orð notað í pólitískum þrætum, en svo var allt í einu skipt um tákn, og það var „Auschwitz“ sem tók við hlutverkinu: eftirleiðis urðu þær útrýmingarbúðir almennt tákn um hæsta stig mann- vonsku, og svo er enn. Simone Veil hafði aldrei nefnt þessa fangavist sína opinberlega, og eftir öllum sólarmerkjum að dæma var það af tilviljun að hún gerði það þarna fyrir framan myndavélar sjónvarpsins. Því er í meira lagi ólíklegt að nokkur sjón- varpsáhorfandi hafi gert sér grein fyrir þeim umskiptum sem orð hennar boð- uðu. Á hverjum degi eru menn nefnilega umsetnir af fréttum og öðrum boðum af hinu fjölbreytilegasta og ólíkasta tagi; á þessari stundu hafa vafalaust margir verið með hugann við eitthvað annað sem bar til tíðinda á þessum sama degi, til að mynda nýja sjúkrahúsið eða þá konuna með múrskeiðina, sem hafði heldur betur verið milli tannanna á mönnum nokkru áður, þegar hún gekkst fyrir setningu laga sem leyfðu fóstureyðingar og voru ekki síður tíma- mót en á allt öðru sviði, tímamót sem höfðu vissulega ekki farið framhjá nein- um. Það gat kveikt ýmislegar tilfinning- ar að sjá hana birtast á skerminum. En til að henda reiður á þessu held ég að hægt sé að hafa nokkurt gagn af kenningum sagnfræðingsins Fernands Braudel um „bylgjulengdir sögunnar“. Hann vildi semsé gera greinarmun á þremur bylgjulengdum í tímans rás, fyrst þeirra var „skammtíminn“, en það eru atburðir sem gerast frá degi til dags, tónlistarhátíðir, jarðskjálftar, skipsskað- ar og slíkt; næst var svo „miðtíminn“, en það eru sveiflur sem ná yfir þrjátíu eða fimmtíu ár, eða jafnvel eitthvað lengur, en komast þó fyrir innan ramma einnar mannsæfi, og loks var það „langtíminn“, en það er staða sem varir í aldir og virð- ist óbreytileg. Fyrirbæri „skammtímans“ fylla síður dagblaða og vekja oft mikla athygli og umtal nokkra stund, en gleymast svo að mestu, eða alveg. Fernand Braudel taldi að þau hefðu engin áhrif, þegar tímar liðu fram skipti engu máli hvort þau hefðu gerst eða ekki, og nefndi þá sjóor- ustuna miklu við Lepanto 1571; hún var að hans áliti aðeins gára á yfirborði og breytti engu um straumana. Eitt dæmi um slíkt man ég úr bernsku og er mér ennþá minnisstætt. Þá höfðu einhverjir vísindamenn eða aðrir reiknað út að svo miklum snjó hefði hlaðið niður á Suður- skautslandinu að það myndi um síðir raska jafnvægi jarðar, hún myndi koll- veltast þannig að nýtt suðurskaut mynd- aðist en gamla suðurskautið lenti ein- hvers staðar nálægt miðbaug. Við það myndu úthöfin slengjast upp úr sínum beð og flæða yfir eyjar og álfur, en þó myndu einhver svæði sleppa, þau sem
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.