Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Blaðsíða 23

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Blaðsíða 23
Pa r í s : m a í ’6 8 TMM 2018 · 4 23 menntað vinnuafl, auk þess sem sífellt fleiri höfðu efni á að senda börn sín í framhaldsnám í stað þess að láta þau vinna um leið og kraftar leyfðu. Með tímanum fóru flestir unglingar í skóla. Ungt fólk hafði löngum búið við harðan aga enda voru siðgæðiskröfurnar strangar og oft mjög smásmugulegar. Ungu fólki var ætlað að klæða sig smekklega eftir þröngri tísku hinna fullorðnu og drengir áttu að klippa hár sitt stutt og greiða það snyrtilega. Sýna átti foreldrum, kennurum og yfir- völdum undirgefni. Aukin velmegun, bætt menntun og vaxandi hópkennd gerði æskunni betur kleift að fara eigin leiðir og krefjast breytinga. Virðingin fyrir ráðamönnum fór þverrandi, enda sá unga fólkið hvarvetna valdníðslu og skinhelgi. Kristallaðist það ekki síst í stríðsrekstri Bandaríkjanna í Víet- nam. Andstaðan gegn Víetnamstríðinu bar vott um aukna alþjóðahyggju meðal ungs fólks. Öflugri fréttaflutningur, og þar skipti sjónvarpið hvað mestu máli, varð til þess að æskufólk hugsaði í auknum mæli út fyrir landamæri. Unga fólkið tók að sjá samsvörun á milli framferðis Bandaríkjamanna í Víet- nam og stjórnlyndis eigin ráðamanna. Feðraveldið var sérstaklega áberandi í Frakklandi. Sífellt fleira æskufólk þráði að losna úr spennitreyju samfélagsins þar sem efnishyggja og gömul siðalögmál voru ríkjandi. Hvergi fann það jafn sterkt fyrir kæfandi valdi og ófullnægjandi aðstæðum en í eigin nærumhverfi. Háskólanemum fjölgaði mjög á sjöunda áratugnum án þess að aðstæður innan skólanna bötnuðu til muna. Þrengslin voru gífurleg og fjarlægðin á milli kennara og nemenda var mikil. Óánægjan fór stigvaxandi meðal stúdenta um allt Frakkland en það var fyrst snemma árs 1968 sem þeir létu verulega til sín taka. Valdið á götunni Upphaf stúdentaóeirðanna í París er iðulega rakið til atburða sem urðu í Nanterre, nýlegu háskólasvæði í útjaðri borgarinnar. Aðstaðan var dæmigerð fyrir getuleysi yfirvalda til að mæta þörfum menntaæskunnar. Félags- og menningaraðstaða var varla til staðar og hygðust stúdentar fara í bíó eða á kaffihús þurftu þeir að fara langar leiðir. Umhverfið var sálarlaust og strangar reglur voru á heimavistinni sem meinuðu kynjunum að heimsækja hvort annað. Erfitt var fyrir stúdenta að koma óskum um breytingar á framfæri og væri þeim svarað var það iðulega gert með hroka. Stúdentar voru orðnir leiðir á að komið væri fram við þá eins og börn sem hefðu ekkert um eigin mál að segja. Í Nanterre kom fram hópur stúdenta sem kallaði sig „22. mars-hreyfinguna“ en hún átti eftir að hafa mikil áhrif á þá baráttu sem framundan var. Meðlimirnir tileinkuðu sér enga fasta stjórn- málastefnu en áherslurnar voru anarkískar og beindist barátta þeirra fyrst og fremst gegn hvers kyns yfirvaldi. Þeir áttu sér enga formlega leiðtoga en meðal þeirra var sérstaklega hæfileikaríkur stúdent, Daniel Cohn-Bendit, og TMM_4_2018.indd 23 6.11.2018 10:22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.