Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Page 38

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Page 38
Þ o r va l d u r S i g u r b j ö r n H e l g a s o n 38 TMM 2018 · 4 Næstu dagar liðu hratt. Við Úlfhildur lékum okkur saman frá sólar- upprás til sólarlags og þrátt fyrir að við skemmtum okkur konunglega vissum við bæði að við hefðum takmarkaðan tíma saman. Fregnin um útlensku stelpuna sem dvaldi hjá okkur hafði spurst út um allt hverfið og stundum komu krakkar úr skólanum og nærliggjandi húsum til að skoða Úlfhildi. Hún tók öllum vel, brosti og sagði nafnið sitt sem hljómaði svo dularfullt og fornt. Ég gerði ekki mikið í því að bjóða vinum mínum að hitta hana því eins sjálfselskt og það hljómar þá vildi ég ekki þurfa að deila henni með öðrum. En þeir komu engu að síður og þó mörgum þeirra þætti hún furðuleg lékum við öll saman. Einn dag rétt fyrir ára- mót spiluðum við Úlfhildur fótbolta með nokkrum krökkum úr götunni og Úlfhildur skoraði hvert markið á fætur öðru á móti færasta mark- manni bekkjarins. Mig minnir að það hafi verið þennan sama dag sem mamma fékk símtal frá tungumálasérfræðingnum. Hún hváði margoft og var mjög hissa í símann og ég heyrði hana útskýra fyrir pabba eftir símtalið að maðurinn vildi fá Úlfhildi í fleiri rannsóknir eftir áramót. Hann sagðist ekki enn hafa fundið út hvaða tungumál hún talaði en það væri sennilega eitthvert sjaldgæft afbrigði af gelísku. Á gamlárskvöld komu afi og amma í mat til okkar. Mamma gróf upp gamlan sparikjól úr geymslunni sem hún hafði verið að geyma fyrir Erlu og lánaði Úlfhildi. Ég hefði aldrei þorað að viðurkenna það fyrir sjálfum mér þá en ég hafði aldrei séð fallegri stelpu en Úlfhildi þetta kvöld. Hvítur blúndukjóllinn dró fram rauðbrúnt hárið og freknurnar ljómuðu á rjóðum kinnunum eins og dökkar stjörnur. Amma bretti upp á nefið þegar hún sá hana en afi tók henni vel og sýndi henni nokkra af spilagöldrunum sínum sem ég var fyrir löngu orðinn þreyttur á og uppskar hjá henni mikinn fögnuð. Maturinn gekk vel fyrir sig og Úlf- hildur borðaði humarinn með bestu lyst en þegar flugeldarnir byrjuðu fór allt í háaloft. Þegar fyrsti flugeldurinn sprakk fyrir utan gluggann okkar æpti Úlfhildur upp yfir sig og stökk undir borðið. Amma saup hveljur en pabbi og afi hlógu bara. Ég skreið undir borðið til hennar og reyndi að róa hana og að lokum kom hún undan borðinu og settist aftur með okkur. En þegar næsti flugeldur sprakk endurtók sagan sig og eftir því sem sprengingarnar ágerðust varð Úlfhildur sífellt hrædd- ari. Að lokum þurfti ég að fara með hana inn í sjónvarpsherbergi og setja á teiknimynd með hljóðið í botni til að reyna að yfirgnæfa hávaðann í sprengingunum. Sjónvarpið náði að fanga athygli hennar og hún starði á það eins og dáleidd á meðan leiftur flugeldanna vörpuðu marglitri birtu gegnum rimlagardínurnar. Hún sofnaði áður en myndin kláraðist og ég lá við hlið hennar í nokkrar mínútur þar til ég sofnaði sjálfur upp við TMM_4_2018.indd 38 6.11.2018 10:22
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.