Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Blaðsíða 92

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Blaðsíða 92
R ú n a r H e l g i Vi g n i s s o n 92 TMM 2018 · 4 áratug síðustu aldar og er jafnvel mikil enn; í áðurnefndu bloggi voru okkur sýndar tvær myndir frá Afríku, önnur var hefðbundin mynd af fátæku og hungruðu fólki, hin var af nútímalegri afrískri borg; og hvorri skyldi frekar vera tjaldað á Vesturlöndum? Maður getur vel ímyndað sér að það hafi soðið á mönnum eins og Achebe þegar hann las Innstu myrkur Conrads sem honum fannst gegnsýrð af heimsvaldastefnu og kynþáttafordómum – því hafa aðrir svo sem mótmælt, sagt að Conrad hafi þvert á móti verið gagnrýninn á hvort tveggja. Það er eigi að síður skiljanlegt að Achebe hafi viljað rétta hlut Afríku með því að skrifa um menningarheim innfæddra og benda á órétt- læti nýlenduherranna, rétt eins og frumbyggjar Ástralíu hafa gert með þeim árangri nýverið að forsætisráðherrann bað þá afsökunar á illri meðferð. Tungumálið Hvað ef ég segði að það hafi verið misráðið hjá Achebe að skrifa bókina á ensku, það sé ógerlegt að skrifa fullkomlega raunsanna nígeríska skáldsögu um böl nýlendustefnunnar á máli nýlenduherrans? Einu sinni sat ég námskeið um ástralskar bókmenntir við Curtin-háskóla í Vestur-Ástralíu. Einn daginn þegar við erum að ræða ástralskar frumbyggja- bókmenntir, sem voru bara rétt að slíta barnsskónum þá og einungis ein bók eftir frumbyggja hafði náð inn í miðstreymið, segir einn nemandinn, hvít stúlka, eitthvað í þá veru að það skipti engu á hvaða máli þeir skrifi bók- menntir sínar. Ég sá mig knúinn til að mótmæla þessu og sagði að þeir sem hefðu þurft að nota tillært tungumál vissu að tungumál eru menningarsöfn, í þau safnaðist saga, heimssýn og viska, gjarnan með tilliti til þess land- svæðis sem málið er talað á, því tungan þarf jú að taka mið af reynsluheimi mælandans. Þetta sagði ég fyrir aldarfjórðungi og sú skoðun mín hefur styrkst síðan þá. Árinni kennir illur ræðari, segir sjómannasamfélagið. Þetta eru mínar ær og kýr, segir bændasamfélagið. Öll él birtir upp um síðir, segir þjóð sem býr á heimsenda. Þess vegna velti ég fyrir mér hvort Achebe hefði ekki komist nær hinu upprunalega með því að skrifa bók sína á máli igbóa sem var ótvírætt móðurmál hans; hann var beinlínis uppalinn við að hlusta á sögur á igbóamáli.7 Með því að skrifa á ensku skapast ekki einungis viss fjarlægð frá viðfangsefninu, heldur þarf þá að þýða veruleika igbóa, reyna að endurskapa hrynjandi hans og inntak á gjörólíkri tungu, sem var auk þess tunga herraþjóðarinnar með öllum þeim flækjum og þeirri valdatogstreitu sem því fylgir. Er þá ekki komin vík milli vina? Að vísu skilur Achebe eftir nokkur orð úr igbó í textanum án þess að þýða þau, svona til þess að gefa smá tilfinningu fyrir hinu upprunalega og gefa í skyn að veruleiki igbóa sé sumpart óþýðanlegur. Þekkt bragð í seinni tíð. Í öllu þessu tali ber reyndar að hafa í huga hinn vestræna titil, vísun í hið fræga ljóð Yeats, „The Second Coming“, sem bendir til þess að Achebe hafi viljað eiga samtal við Vesturlönd. Því hefði hann ekki náð milliliðalaust TMM_4_2018.indd 92 6.11.2018 10:22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.