Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Blaðsíða 27

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Blaðsíða 27
Pa r í s : m a í ’6 8 TMM 2018 · 4 27 að vinna“. Var það í samræmi við andúð margra á kapítalismanum sem var sagður einkennast af innantómu striti, innihaldslausri efnishyggju og ein- sleitum lífsháttum. Sú tilfinning var sterk að gamla samfélagið væri einfald- lega dautt samanber slagorðið „Hlauptu félagi, gamli heimurinn er á eftir þér“. En fyrirferðarmestar voru kannski hugkvæmu yrðingarnar sem áttu að sýna fram á að uppreisninni væru engin takmörk sett svo sem „Verið raunsæ, krefjist hins ómögulega“ og „Ímyndunaraflið til valda“. Yrðingarnar birtust á veggjum Parísar sem og hinum mögnuðu vegg- spjöldum. Hvorttveggja vakti mikla athygli. Dominique Pledel Jónsson, sem var við landfræðinám á þessum tíma, segir það hafa veitt mikla frelsis til- finn ingu að hlaupa um götur að morgni til að skoða nýjustu veggspjöldin og yrðingarnar. Minntist hún sérstaklega á slagorðið „Undir götusteinunum er ströndin“ en það er einmitt til merkis um hvað yrðingarnar gátu verið ljóðrænar og óræðar. Þær höfðuðu til ímyndunaraflsins og vöktu kenndir um nýja tíma. Hinn anarkíski andi var allsráðandi og tók á sig margvíslegar myndir – í orðræðu stúdenta, veggspjöldunum og yrðingunum. Helsti talsmaður stúdenta, Daniel Cohn-Bendit, þótti sérstaklega laginn við að greina þann anda sem ríkti meðal þorra stúdenta auk þess sem hann var hugmyndaríkur og uppfullur af eldmóði. Sjálfur var hann anarkisti án kennisetninga en hann lagði mikla áherslu á að allir róttæklingar gengju til sameiginlegrar baráttu með opnum hug þó viðhorfin væru margvísleg. Mikilvægt væri að losa sig við allar kreddur og fyrirframgefnar hugmyndir. Friðrik Páll Jónsson, fyrrum útvarpsmaður, var daglegur gestur í Sorbonne meðan maí ’68 stóð yfir. Hann tekur undir þau sjónarmið að anarkísk við- horf hafi einkennt stúdentabaráttuna þó margir hafi einnig fylgt marxískum hópum sem kenndu sig m.a. við Maó og Trotskí. Hann minnir einnig á að anarkistarnir hafi ekki verið samstæður hópur en grundvallarviðhorf þeirra var andstaða gegn eignarrétti og hvers kyns yfirvaldi. Stúdentar voru meðvitaðir um að þeir gætu ekki umturnað samfélaginu einir og sér. Þeir lögðu því höfuðáherslu á að fá verkamenn til liðs við sig. Litu margir svo á að verkamenn væru hinir raunverulegu fótgönguliðar byltingarinnar enda hafði verkalýðshreyfingin og kommúnistaflokkurinn lengi haldið þeim sjónarmiðum á lofti. Viðhorf stúdenta einkenndust því að nokkru af hefðbundnum róttækum sjónarmiðum sem oft voru kennd við marxisma. En afstaða þeirra byggðist einnig á raunsæi. Stúdentar höfðu vitaskuld ekkert bolmagn til að bylta þjóðfélaginu með aðgerðum sínum en verkamenn gátu aftur á móti lamað samfélagið með verkföllum. Stúdentar litu einnig svo á að hagsmunir þeirra og verkamanna færu saman í veiga- miklum atriðum. Báðir hópar höfðu ástæðu til að berjast gegn valdakerfi sem hélt launum niðri og stóð gegn umbótum innan menntakerfisins svo fátt eitt sé nefnt. Þess var ekki langt að bíða að til tíðinda drægi. Stúdentar voru vart búnir TMM_4_2018.indd 27 6.11.2018 10:22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.