Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Blaðsíða 81

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Blaðsíða 81
Æ t l a r þ e s s u m f r á s ö g n u m a l d r e i a ð l j ú k a ? TMM 2018 · 4 81 vinum úr ólíku umhverfi tækifæri til að hittast og kynnast. Skrif af þessu tagi hafa verið nefnd blendings-aðdáendaskáldskapur (e. crossover-fanfiction) en á vefnum FanFiction.net má finna sögur þar sem Hroka og hleypidómum er annars vegar blandað saman við Harry Potter-bókaflokkinn og hins vegar við vampírusögurnar eftir Stephanie Meyer: Ljósaskipti, Nýtt tungl, Myrkvun og Dögun.37 Hugtakið einhliða samband var fyrst eingöngu notað yfir tengsl sem menn mynda við fræga einstaklinga með því að eyða tíma í að hugsa um þá og fræðast um þá og jafnvel skapa ímyndaðar samræður við þá án þess að sá frægi þekki nokkuð til þess sem við hann talar. Skapara sambandsins finnst hann þekkja og skilja þann fræga betur því lengur sem sambandið varir auk þess sem hann finnur fyrir sífellt meiri nánd þeirra á milli. Þó viðkomandi geri sér grein fyrir að sambandið sé ímyndað upplifir hann það gjarnan sem raunverulegt vegna tilfinninganna sem það felur í sér. Meginmunurinn á einhliða sambandi við frægan mann og raunverulegu sambandi er sá að ólík- legt er að sá sem ímyndar sér hitti þann fræga, jafnvel þó hann sækist eftir tengslum við hann í gegnum aðdáendahópa eða samskiptamiðla; fyrir vikið upplifir hann sjaldnast raunverulega höfnun. Reyndar sækja margir aðdá- endur ekkert sérstaklega í að hitta þá frægu og neita jafnvel að viðurkenna tilvist einhliða sambandsins. Það sýndi sig til dæmis þegar Díana prinsessa lést. Þá kom mörgum á óvart hversu mikil áhrif dauði hennar hafði á þá og hve sterkar tilfinningar þeir upplifðu; það var eins og þeir væru að missa einhvern nákominn.38 Sambönd af þessu tagi eru feikilega algeng en rannsóknir hafa sýnt að það er einungis mýta að þeir sem eru einmana og með lágt sjálfsálit séu lík- legri en aðrir til að skapa þau. Við könnumst enda öll við svona sambönd. Nærtækt er að nefna aðdáendur frægra stórstjarna eins og Justins Bieber og Kardashian fjölskyldunnar. Eflaust kannast líka margir lesendur við að eiga í svona samböndum; ef ekki við Hollywood stjörnur og söngvara þá kannski við rithöfunda og/eða ýmsa fræðimenn. Sigurður Pálsson fjallaði fallega um TMM_4_2018.indd 81 6.11.2018 10:22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.