Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Blaðsíða 79

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Blaðsíða 79
Æ t l a r þ e s s u m f r á s ö g n u m a l d r e i a ð l j ú k a ? TMM 2018 · 4 79 lesa leikritið Harry Potter og bölvun barnsins þegar það kom út árið 2016 til að fá fregnir af Harry og félögum hans.24 Ímyndaða sambandinu við skáldsagnapersónurnar er ekki endilega lokið þegar lestri á bók lýkur. Eftir á er ekki óalgengt að lesandinn haldi áfram að hugsa um persónur, eigi jafnvel í ímynduðum samræðum við þær og skapi framhaldssögur þar sem hann veltir fyrir sér afdrifum þeirra, líðan og gjörðum. Sumir láta sér ekki nægja að láta hugann reika heldur skrifa fram- haldssögur persónanna og gefa þær meira að segja út. Við þekkjum þessar gerðir bókmennta undir hugtakinu Fanfiction eða aðdáendaskáldskapur/ aðdáendaspuni. Slíkur skáldskapur vísar nánar tiltekið „til sagna sem skrif- aðar eru af aðdáendum en þær byggjast á fléttu og persónum annaðhvort úr einni ákveðinni sögu eða bókaflokki; oft sýnir aðdáendaskáldskapur fyrrum söguheim í nýju, og stundum furðulegu, ljósi.“25 Skáldskapur af þessu tagi er gjarnan talinn vera aðferð lesenda til að fylla í eyður upprunalegu sagnanna en oftar en ekki kjósa þeir að skrifa sérstaklega um bakgrunn persóna, til- finningar þeirra, þrár og ástæður fyrir ýmsum gjörðum þeirra. Ástæður þess að fólk skrifar aðdáendaskáldskap geta verið margvíslegar en tveir þættir virðast þó skipta sérstaklega miklu máli. Annars vegar tilfinningaleg tengsl lesenda við persónur og hins vegar andóf þeirra gegn valdi höfundar, en sumum aðdáendum finnst þeir skilja og þekkja persónur betur en þeir sem sköpuðu þær í upphafi. Aðdáendur gera þó greinarmun á staðreyndum úr upprunalegum bókmenntum (e. canon) og þeim sem koma fram í aðdáenda- skáldskap (e. fanon). Í Harry Potter sögunum er það til dæmis staðreynd að Sirius Black er guðfaðir Harrys en aðdáendastaðreynd að Snape sé guðfaðir Dracos. Fræðikonan Jennifer L. Barnes hefur bent á að stundum er ekki ljóst hvor gerðin af staðreyndum er sterkari í huga lesenda. Til marks um það hefur hún fjallað um rithöfund, sem skrifað hafði vinsælan bókaflokk. Höf- undurinn fékk marga tölvupósta frá reiðum lesendum, eftir útgáfu einnar bókarinnar, sem sökuðu hann um að hafa kallað föður aðalpersónunnar röngu nafni. Í ljós kom að í fyrri bókum hafði aldrei verið gefið upp nafn á þessari tilteknu persónu en í aðdáendaskáldskap var löngu búið að nefna hana.26 Aðdáendaspuni sprettur ekki aðeins upp af bókmenntum heldur getur líka átt rætur að rekja til kvikmynda, sjónvarpsþátta, teiknimyndasagna eða tölvuleikja.27 Þessi bókmenntagrein hefur ekki síst blómstrað með tilkomu Internetsins en feikilega margar vefsíður eru helgaðar aðdáendaspuna af ýmsu tagi. Til dæmis má nefna síðuna Archive of Our Own sem aðdáendur bjuggu til og reka sjálfir til að hafa aðdáendaverk sín í friði. Þar er að finna yfir 4.052.000 aðdáendaspuna, sem hafa verið skapaðir meðal annars út frá bókmenntum, kvikmyndum, sjónvarpsþáttum, leikritum, tölvuleikjum, myndasögum og lífi frægs fólks, en alls eru skráðir notendur síðunnar yfir 1.597.000 talsins.28 TMM_4_2018.indd 79 6.11.2018 10:22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.