Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Blaðsíða 89

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Blaðsíða 89
F y r i r h ö n d A f r í k u TMM 2018 · 4 89 Rúnar Helgi Vignisson Fyrir hönd Afríku – 60 ár frá því að þekktasta skáldsaga Afríku kom út Um þessar mundir eru liðin 60 ár frá útkomu einnar kunnustu skáldsögu Afríku, Things Fall Apart eða Allt sundrast eins og hún heitir í nýrri þýðingu Elísu Bjargar Þorsteinsdóttur.1 Trúlega hefur engin bók markað jafn djúp spor í bókmenntasögu Afríku og þessi skáldsaga hins nígeríska Chinuas Achebes (1930–2013) og verið lesin jafn víða. Bókin hefur t.d. verið þýdd á yfir 50 tungumál og nú hefur enn eitt bæst við. Mikið hefur verið skrifað um hana í gegnum tíðina enda vekur hún áleitnar spurningar um stöðu Afríku í heiminum. Sumir hafa þó ýjað að því að þetta sé frekar frumstæð skáldsaga og minni jafnvel á barnabók. Hvað ef ég tæki nú undir það? Með því að taka undir það færi ég beint inn í orðræðu sem beinst hefur að Afríku áratugum saman. Sjálfur Joseph Conrad á að hafa vísað til Afríku- manna sem einfaldra eða vanþróaðra manna í sinni frægustu bók, Heart of Darkness (Innstu myrkur í þýðingu Sverris Hólmarssonar) og ef marka má skrif Achebes þar um urðu þau orð einn hvatinn að ritun bókarinnar sem hér er til umræðu.2 Sleggjudómar af minni hálfu um afrískt skáldverk hefðu allt aðra merkingu en yfirlýsing um að verk eftir Halldór Laxness frá sama tíma væri frumstætt eða einfeldningslegt; þá hnýtti einn Íslendingur í annan á forsendum Íslendinga, ekki Evrópumaður í mann frá þriðja heiminum svokallaða. Staðhæfingin yrði enn tvíbentari í ljósi þess að Allt sundrast er víðlesnasta skáldsaga gjörvallra afrískra bókmennta. Ég tæki mér stöðu ofar í stigveldi þjóðanna, horfði niður á bókina og segði: Þetta er barnalegt þvaður hjá þér, Achebe, þú kannt nú eiginlega ekkert til verka. Ég hefði með öðrum orðum komið mér upp vestrænum gleraugum til að horfa á þennan heims- hluta, rétt eins og hvíti maðurinn í bókinni sjálfri horfir á innfædda og þykist vita betur en þetta lið sem trúir á bjánalegar véfréttir þótt einungis sé einn Guð í heiminum. Það er ekki óskylt því sem kallað hefur verið óríentalismi þegar Asía á í hlut, þ.e. að búa sér til vestræna mynd af austrinu, og þykir ekki til fyrirmyndar í þeirri þróuðu eftirlenduorðræðu sem síðan hefur orðið til. Eigi að síður tala sumir um afríentalisma í þessu sambandi nú um stundir. Hvað sem því líður hljóta þau viðmið sem maður hefur úr sinni eigin menningu að hafa áhrif á upplifun manns af skáldverki, hvaðan sem það kemur. Bakgrunnur lesandans hefur samkvæmt viðtökufræðum mikil áhrif á túlkun hans. Eina leiðin sem ég hef fundið til þess að uppfæra þessi við- TMM_4_2018.indd 89 6.11.2018 10:22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.