Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Blaðsíða 40

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Blaðsíða 40
Þ o r va l d u r S i g u r b j ö r n H e l g a s o n 40 TMM 2018 · 4 Ég setti krossinn í gluggann og hallaði mér aftur í rúmið. Leyfði tár- unum að flæða þar til ég sofnaði. Það varð uppi fótur og fit þegar mamma og pabbi fréttu af hvarfi Úlf- hildar. Ég sagði þeim frá skipinu en þau virtust ekki trúa mér, hringdu í lögregluna og létu lýsa eftir henni. Um kvöldið kom lögreglumaður og talaði við mig, þegar ég sagði honum frá skipinu hringdi hann nokkur símtöl en sagði engar skipaferðir hafa sést frá okkar hverfi þennan dag. Fjallað var um mál Úlfhildar í fjölmiðlum en eftir nokkrar vikur virtust flestir vera búnir að gleyma henni. Opinbera skýringin var sú að hún væri flóttamannsbarn sem hefði komið til landsins ólöglega og litlu púðri var eytt í að rannsaka afdrif hennar. Ég hafði engar áhyggjur sjálfur, enda vissi ég að hún hefði komist örugg burt. Ég hef þó oft hugsað um hana síðan þá og sérstaklega á þessum árstíma. Ég velti því stundum fyrir mér hvert hún hafi farið, hvort hún hafi ef til vill farið til Nýja heimsins eins og við. Stundum hef ég jafnvel velt því fyrir mér hvort þetta hafi yfir höfuð gerst en þá lít ég á krossinn hennar Úlfhildar sem hangir yfir rúminu okkar Emmu og minningarnar streyma fram ljóslifandi. Elsku Þröstur, það kemur þér eflaust á óvart að ég skuli vera svo upp- tekinn af manneskju sem ég þekkti svo stutt og fyrir jafn mörgum árum. En það er svo skrýtið með suma atburði og sumt fólk, hvernig þau geta greypt sig í minnið eins og kvikmynd í stöðugri endursýningu sem er alltaf verið að klippa upp á nýtt. Það væri gaman að heyra frá þér, hvort þú átt sjálfur einhverjar minningar um Úlfhildi og frá þessum tíma. Að öllu jöfnu þætti mér gaman að fá fréttir af ykkur þarna suðurfrá. Var uppskeran jafn góð og í fyrrahaust? Hafa skepnurnar átt auðvelt upp- dráttar? Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og vonandi hittumst við heilir á nýju ári. Emma hefur verið að tala um að sig langi til að komast í aðeins hlýrra loftslag svo það er aldrei að vita nema við skreppum í heimsókn til ykkar yfir fjöllin. Þinn bróðir, Hrafn TMM_4_2018.indd 40 6.11.2018 10:22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.