Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Blaðsíða 128

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Blaðsíða 128
U m s a g n i r u m b æ k u r 128 TMM 2018 · 4 hún bjó með í Brighton hefur farið út um þúfur og hugmyndin er að hún nái áttum í lífinu með hjálp pabbans. En þar sem hún þarf að millilenda í Reykjavík hefur henni verið falið lítið verkefni: að taka með sér litasett, sem var í eigu list- málarans Karls Kvaran, og færa föður sínum, sem líka málar. María er bæði meðvituð um skipbrotið sem líf hennar hefur lent í og full af mótþróa gegn þeirri áætlun sem hún telur að henni verði gert að fylgja. Aðallega er hún þó á valdi lífsmynsturs djammarans, og í hönd fer atburðarás sem er bæði við- burðarík og tíðindalítil. Það gerist margt þennan dag og þessa nótt, en til- finningin er að flest af því hafi gerst oft áður. Meðfram ferðalagi Maríu milli áfangastaða í borginni fáum við að skyggnast inn í líf hennar í Brighton og sjáum hana eiga erfiða stund með öðrum fyrrverandi kærasta í borginni og aðra með ömmu sinni sem deilir áhyggjum föðurins um hvert hún stefn- ir. Eða stefnir ekki. Sagan er sögð í fyrstu persónu, það er María sem hefur orðið, hennar sjónar- horn er okkar sjónarhorn, myndin af henni er myndin sem hún kýs að mála. Samt er það nú svo að allt sem hún segir og gerir, hvernig hún túlkar það sem hún gerir og hvernig aðrir bregðast við henni, afhjúpar hana meira en hún ætl- ast til, kemur upp um hana. Þessi galdur fyrstupersónufrásagna er ekki öllum gefinn en Jónas Reynir hefur fullt vald á honum. Við hittum Maríu fyrst í Leifsstöð þar sem hún bíður eftir Gauja vini sínum. Við fáum strax að vita að þar fer ekki skarpasti hnífurinn í skúffunni: Áður en ég fór frá Brighton hringdi ég í Gauja og laug að honum að ég væri að smygla e-pillum til landsins. Ég þarf allt- af að gera hann spenntan fyrir að sækja mig, annars kemur hann ekki. Ekki að hann sé slæmur vinur. Það er bara erfitt að treysta á hann, því hann hefur enga ábyrgðartilfinningu. (7) Þessi upphafssetning sögunnar gefur okkur mikilvægar upplýsingar og skýra tilfinningu fyrir persónum, hugsunar- hætti þeirra og kringumstæðum. Fyrstu kynni, sem atburðir sögunnar bæði staðfesta og grafa undan. Gaui lætur bíða eftir sér, þrátt fyrir að vera talin trú um að vera persóna í spennandi atburðarás með von um vímuefni í kaupbæti, enda reynist lýsing Maríu á ábyrgðartilfinningu hans þokkalega nærri sannleikanum. En upphafsblað- síðurnar, þar sem María situr í Leifsstöð og bíður Gauja, og styttir sér stundir við að skoða fólkið, gefa okkur tilfinningu fyrir persónu sem atburðir sögunnar brjóta að hluta til niður. Hún virkar sjálfsörugg og athugul, vel þess umkom- in að fella dóma um það sem hún sér. Hún er fyndin. Trúverðug líka og gagn- rýnin á sjálfa sig; hún segir okkur frá tískuslysinu sem er úlpan hennar. Hún talar um eiturlyf og neyslu af kæruleysi frístundaneytandans, sem kannski og kannski ekki hefur stjórn á inntökunni. Það er fyrst og fremst þessi stjórn á gangi mála sem smám saman kemur í ljós að María hefur ekki, nema með því að fljóta með straumnum og líta svo á að hún ráði för, að þar sem hún lendir sé þar sem hún vill vera: Það er eins og allt sem ég geri endi með hræðilegri eftirsjá og nú fannst mér eins og það væri ekki lengur nein bið á því, mér leið bara alltaf eins og fávita yfir öllu sem ég var að díla við um leið og ég var að díla við það. (117) Jafnvel sú stjórn riðlast smám saman á þessum klukkustundum þar sem hún TMM_4_2018.indd 128 6.11.2018 10:22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.