Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Blaðsíða 118
118 TMM 2018 · 4
Sölvi Björn Sigurðsson
Skáld og öndvegis-
þýðandi
Kristján Árnason 26. sept. 1934
– 28. júlí 2018
Kristján Árnason var í lífi sínu maður
mennta og selskaps. Í þýðingarstörfum
sínum var hann leiðsögumaður annarra
þýðenda um hvernig takast skal á við
útlenska texta og snara þeim yfir á
íslensku. Í kennslustörfum sínum við
Háskóla Íslands dró hann til sín nem-
endur sem kunnu að meta víðsýni hans
og gagnmerka þekkingu á heimsbók-
menntum. Í greinaskrifum og skáldskap
var hann einatt hollur klassíkinni og rit-
aði gnótt af textum um bókmenntir og
menningarmál sem varðveittir eru bæði
í tímaritum og bókum. Í frístundum
söng hann lögin hans Theodorakis og
dansaði grískan dans, jafnt við Suður-
götu sem á Syros.
Ef marka má orð hans nánasta sam-
ferðafólks, eins og til þeirra var vitnað
við útför hans í ágúst síðastliðnum, þá
var þessi látlausi, norðlenski spekingur
einatt háttvís og ókvartsamur, ljúflynd-
ur og hjálpsamur, myndarlegur, auð-
mjúkur og hógvær. Hann var barna-
barnabarn Matthíasar Jochumssonar,
sonur Önnu Steingrímsdóttur og Árna
Kristjánssonar tónlistarmanns; fæddur
af beini fólks sem lifði og hrærðist í
skáldskap, tónlist og hvers kyns menn-
ingu.
Hlýr maður, Kristján Árnason, þann-
ig er hans helst minnst.
Kristján tranaði sér hvorki fram né
kunni að sýna samferðafólki yfirgang
eða óháttvísi. Hann var elskur að tónlist
eins og hann átti rætur til og ræktaði
þann áhuga með því að hlusta mikið á
klassík og einnig í ferðum til Grikk-
lands með Grikklandsvinafélaginu, sem
hann var lengi vel ötull liðsmaður í.
Ekki síst þar voru dansar stignir við
tónlist Theodorakis. Á fullorðinsárum
átti Kristján Skoda-bifreið sem hann
keyrði á haugana, af því að hann var
mannvinur.
Kristján kom fáeinum sinnum á
æskuheimili mitt þegar ég var barn og
flutti þar í dagsbirtu ljóð og þýðingar
sem hann kunni vel að meta og ég svo
síðar. Á háskólaárum mínum lágu leiðir
okkar saman þegar hann varð kennari
minn og leiðbeinandi við samsetningu
útskriftarritgerðar um franska skáldið
Arthur Rimbaud. Það var alltaf gaman
að sitja tíma hjá Kristjáni. Kennarar
hafa að jafnaði ólíkar kennsluaðferðir
sem endurspegla að einhverju leyti
manneskjuna sem innra með þeim býr
og það er létt að rifja upp hvað Kristján
var alltaf örlátur á þátttöku nemenda í
samræðum um leið og hann stóð vörð
um að fyrirlestrar misstu ekki marks
eða samtalið reikaði út af sporinu. Að
kynnast honum sem manneskju á þess-
um árum voru góð kynni enda var
þarna maður sem stafaði frá sér spekt,
visku og æsingaleysi.
Ritstörf Kristjáns bera vitni um and-
ríki og ekki litla háttvísi í vali á við-
fangsefnum. Thomas Mann, Patrick
Süskind, Heine og fjöldi annarra þýskra
skálda, og svo fjársjóður fornra rita sem
ekki er sjálfgefið að örþjóð á grjóthólma
eigi í þýðingum sem munu lifa lengur
H u g v e k j u r
TMM_4_2018.indd 118 6.11.2018 10:22