Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Blaðsíða 131
U m s a g n i r u m b æ k u r
TMM 2018 · 4 131
ingja og fjölskyldur sem voru að gera eitt-
hvað og allar persónurnar áttu sér stóra
sögu. Þetta var allt þarna þó að myndin
væri óskiljanleg. (156)
Þessum hæfileika virðist María hafa
glatað. Ólíkt Gauja, sem sér fegurðina í
tilbreytingarleysi djammsins og skilur
ekki af hverju það er ekki í fréttum dag-
lega. Hún sér þess vegna sjálf enga
merkingu í uppreisninni stóru, þegar
hún makar litunum dýrmætu á ísinn á
Tjörninni, þaðan sem þeir munu hverfa
á nokkrum klukkustundum, eða í síð-
asta lagi þegar hlánar:
… þegar ég var að dreifa litaklessunni á
ísinn var ég ekki að ímynda mér neitt. Ég
veit ekki af hverju ég var að þessu. (156)
Hún sér hana ekki, en við sjáum hana.
Lesandinn horfir á Maríu gegnum augu
hins klára en sjálfsréttlætandi sögu-
manns sem Jónas Reynir hefur ákveðið
að hún sé. Við vitum af hverju hún var
að þessu. Það er dramatísk nauðsyn að
för Maríu misheppnist. Það er sálfræði-
leg nauðsyn að hún geri þessa skamm-
lífu tilraun til fáfengilegrar uppreisnar
gegn því sem hún sér sem ill örlög en
við kannski sem bjargræði.
Öllu þessu þyrlar þessi ágæta skáld-
saga Jónasar Reynis Gunnarssonar upp.
Það er mikið öryggi í efnistökum þessa
nýbyrjaða höfundar sem með kröftugri
innkomu á tvö af helstu sviðum fagur-
bókmenntanna hefur skapað sér nafn og
bókmenntaunnendum allnokkrar vænt-
ingar.
Auður Aðalsteinsdóttir
Femínísk
vistdraumsýn
á Freyjueyju
Oddný Eir Ævarsdóttir: Undirferli: yfir-
heyrsla, Bjartur 2017. 174 bls.
Undirferli, skáldsaga um heilindi, ást og
æsku-eyjar, byrjar á tilvitnunum í
Hávamál og Brísingamen Freyju og í
seinni hluta bókarinnar lýsir önnur
aðalpersónan, Smári, því yfir að nú sé
„tími heiðnu frjósemisgyðjunnar Freyju
runninn upp“ (140). Nokkru síðar segir
hin aðalpersónan, Íris: „Minningin um
Freyju er megin eða máttur sem við
köllum til okkar“. Nú séum við „tilbúin
til að þiggja á nýjan leik hina svokölluðu
kvenlegu visku“ en „[v]illt náttúra og
ónumin svæði á jörðinni [séu] okkur
nauðsynleg til að virkja dularmátt
okkar“ (162–163). Hér gengur höfundur-
inn, Oddný Eir Ævarsdóttir, inn í
ákveðna hefð dulspekilegrar umhverfis-
orðræðu þar sem til dæmis er fléttað
saman vísunum í gyðjutrú og umhverf-
isverndarsjónarmiðum.1 Markmiðið er
oft að skapa heildræna nálgun sem
tekur fleiri þætti til greina en vísinda-
legar staðreyndir og hagnýti.2 Um leið
heldur Oddný Eir áfram, eins og í
Ástar meistaranum (2014), að vinna með
tvær raddir, karls og konu, sem skiptast
á að setja fram sinn vitnisburð í leit að
sannleika, jafnvægi, heilindum og ást.
Gyðjur og engillinn í vistkerfinu
„Sagan um land þar sem konur lifa í
friði sín á milli og við náttúruna er end-
urtekið þema í femínískum útópíum,“
segir fræðikonan Val Plumwood árið
TMM_4_2018.indd 131 6.11.2018 10:22