Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Blaðsíða 75

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Blaðsíða 75
Æ t l a r þ e s s u m f r á s ö g n u m a l d r e i a ð l j ú k a ? TMM 2018 · 4 75 Í öðru lagi eru það þeir sem eiga sér fyrirmynd í raunveruleikanum en byggja þó ekki á einhverri raunverulegri manneskju heldur frekar á persónum úr bókum, sjónvarpsþáttum og/eða kvikmyndum og geta því tekið á sig ýmis form, t.d. verið dýr, lífgerðir hlutir og manneskjur. Í þriðja lagi eru ímyndaðir vinir sem byggja á raunverulegum manneskjum sem eru þó ekki í virkum félagslegum samskiptum við þann sem ímyndar sér vináttuna. Sem dæmi um slíkan félagsskap eru ímynduð samskipti sem fólk á við látna ástvini, fræga einstaklinga eða þegar börn skapa sér vini sem minna á fólk sem þau þekkja en hitta sjaldan eins og skyldmenni sem býr erlendis.3 Og að lokum eru það ímyndaðir vinir sem byggja á fólki sem einstaklingurinn þekkir. Í slíkum samböndum mótast persónueinkenni þess ímyndaða gjarnan og verða önnur heldur en hjá fyrirmyndinni. Það sem allir ímyndaðir vinir eiga sameiginlegt er að skaparar þeirra gera sér grein fyrir að þeir eru ímyndaðir en ekki raunverulegir. Þess vegna er almennt ekki talað um ímyndaða vini í tengslum við þá sem eru veikir á geði; eru með ranghugmyndir og segjast eiga í raunverulegum samskiptum við ímyndað fólk. Samskipti við æðri verur sem ráðast af trú t.d. á guði, engla, dýrlinga og/eða djöfla eru sjaldnast talin vera ímynduð af því að þau eru hluti af trúarkerfi og eru af þeim sem trúa talin raunveruleg. Hlutverka- leikur eins og þykjustuleikir barna er einnig undanskilinn skilgreiningunni á ímynduðum samböndum því í þeim taka þátttakendur að sér ákveðin hlut- verk sem lýkur þegar leiknum er lokið. Ímyndaðar samræður við fólk sem einstaklingur þekkir og er í samskiptum við eru heldur ekki talin vitna um ímyndað samband. Ástæðan er sú að menn búa sig oft undir erfið samtöl með því að gera sér í hugarlund hvernig samtalið kunni að þróast og hver viðbrögð hins aðilans kunna að verða. Þetta gerir fólk ekki síst til að koma í veg fyrir átök. Ímyndaða samtalið er því nátengt raunverulegum samskiptum og jafnvel hluti af þeim en er ekki „sjálfstætt“ eins og það væri sem þáttur í ímynduðum samskiptum.4 Að lokum má nefna að menn hafa ekki alltaf verið sammála um hvort leikföng sem notuð eru sem leikmunir eigi að teljast til ímyndaðra vina. Áður var því hafnað en nú eru flestir á þeirri skoðun að leikföng sem gegna stóru hlutverki í lífi barnsins og eru lífgerð geti talist til ímyndaðra vina. Vinir af þessu tagi einskorðast ekki við börn; í sumum tilvikum gegna kynlífsdúkkur þessu hlutverki auk þess sem vistmenn elli- heimila eiga oft brúður og/eða tuskudýr sem þeir koma fram við eins og lif- andi fólk og stundum eru þau meira að segja notuð sérstaklega í meðferðum fyrir þá sem hafa heilabilun.5 Flestir tengja ímyndaða vini hugmyndaheimi barna en áður fyrr voru þeir einatt litnir hornauga og jafnvel taldir vera fyrstu einkenni geðsjúkdóma. Fyrir því eru ýmsar ástæður. Til dæmis var gjarnan dregin upp neikvæð mynd af þeim í bókmenntum og kvikmyndum samanber Tony, ímyndaðan vin Dannys, í hrollvekjunni Shining eftir Stephen King. Í sögunni lýsir Danny Tony sem litlum ósýnilegum strák sem búi í munninum á honum og ráðleggi TMM_4_2018.indd 75 6.11.2018 10:22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.