Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Blaðsíða 52
H a l l a Þ ó r l a u g Ó s k a r s d ó t t i r
52 TMM 2018 · 4
Halla Þórlaug Óskarsdóttir
„Það að skrifa bækur er
alltaf að einhverju marki
siðlaus gjörningur“
Viðtal við Eirík Örn Norðdahl um Hans Blævi
Hans Blævi var lýst sem óalandi og óferjandi transkynja nettrölli, sem þrífst
á því að fara yfir öll mörk og ganga fram af fólki, þegar samnefnt leikrit um
persónuna var frumsýnt í vor. Verkið var harðlega gagnrýnt af einstaklingum
úr hinsegin samfélaginu, þótt umræðan hafi kannski fremur snúið að
umfjölluninni um verkið, þar sem hörðustu gagnrýnendurnir höfðu ekki
séð það á sviði.
Hans Blær var sagt vera slæm birtingarmynd kynsegin fólks og sem slík
myndi hán auka fordóma fyrir trans fólki.
Samhliða leikritaskrifunum vann Eiríkur Örn Norðdahl skáldsögu um
Hans Blævi. Halla Þórlaug ræðir hér við Eirík Örn um völd, skáldskapinn,
ídentítetspólítík og hvað felst í því að vera í forsvari fyrir ákveðna hópa.
Til hamingju með bókina, Eiríkur. Það má vera að hún verði gagnrýnd,
kannski harðlega, af þeim sem finnst vegið að trans samfélaginu, en ég
er hins vegar ekki sammála því að hér sé verið að sverta mynd trans eða
intersex. Hér hefurðu búið til einstakling en ekki stereótýpu. Ég held að
það sé einmitt svo ótrúlega mikilvægt þegar kemur að því að skrifa um
aðra reynslu en manns eigin. Það hefði verið svo auðvelt að búa annað-
hvort til fórnarlamb eða algóða manneskju sem tekur aldrei eigingjarnar
ákvarðanir og berst hetjulega fyrir málstaðnum. Hans Blær er ekki í for-
svari fyrir trans eða intersex. Hán* er skáldsagnapersóna og sannarlega
marglaga sem slík.
Takk fyrir það. Ég vona að þeir sem reiðist yfir hugmyndinni um bókina
gefi sér tíma til að lesa hana. Harðasta gagnrýnin í vor kom frá fólki sem hafði
ekki séð leiksýninguna – og raunar áður en hún var einu sinni frumsýnd.
Sem er auðvitað í anda verksins, en samt. Ég skil að hugmyndin stuði en
* Hans Blær beygir fornafnið hán ekki með hefðbundnum hætti heldur hán, um hána, frá hánum,
til hánar. Það verður virt í þessu viðtali.
TMM_4_2018.indd 52 6.11.2018 10:22