Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Blaðsíða 132

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Blaðsíða 132
U m s a g n i r u m b æ k u r 132 TMM 2018 · 4 1993 í riti um svokallaðan vistfemín- isma (e. eco-feminism). Nú 25 árum seinna geta allir sem horft hafa á kvik- myndina Wonder Woman (2017) séð hvernig leikstjórinn Patty Jenkins nýtir þá hugmynd út í ystu æsar í senum frá paradísareyjunni þar sem Díana, upp- rennandi Ofurkona, elst upp meðal amasóna í harmónísku sambandi við náttúruna.3 „Þetta er land án stigveldis,“ segir Plumwood, „þar sem fólk lætur sér annt hvert um annað og um náttúruna, þar sem jörðin og skógurinn halda dulúð sinni, krafti og heilleika, þar sem vald tækninnar og hernaðar- og efna- hagsafl stjórnar ekki heiminum, að minnsta kosti ekki þeim hluta sem konur ráða yfir.“ Því yfirleitt vofir ógn hins karllæga heims yfir, með valda- ójöfnuði sínum og ofbeldi. „Femínísk draumsýn málar andstæðurnar oft sterkum litum – líf gegn dauða, Gaia gegn Mars, dulúðugur skógur gegn tæknilegri eyðimörk, konur gegn körl- um“.4 Angela McRobbie er ein þeirra sem telur að sú staðreynd að ákveðnir þættir femínismans hafi verið innlimaðir í pól- itík og stofnanir geti dregið kraftinn úr andófi hans. Með orðum eins og „vald- efling“ og „val“ hafi þessum afmörkuðu þáttum femínismans verið breytt í mun einstaklingsmiðaðri orðræðu sem sé notuð hvað sérstaklega í fjölmiðlum og afþreyingarmenningu sem eins konar staðgengill raunverulega róttæks femín- isma.5 Nýlegar teiknimyndir á borð við Frozen og Brave gefa vissulega til kynna að femínískar áherslur hafi ekki einung- is skilað sér inn í afþreyingarheiminn heldur verið rækilega innlimaðar í hann. Kvikmyndirnar Wonder Woman og teiknimyndin Moana eru einnig dæmi um þetta, en Moana gerist á eyja- klasa þar sem móðureyjan Te Fiti er náttúrugyðja sem rænd hefur verið krafti sínum af fulltrúa karlveldisins. Afleiðingarnar eru dauði og eyðilegging heimsins og aðeins stúlkan Moana getur tryggt að náttúran öðlist líf að nýju.6 Plumwood fjallar um augljósa ókosti þess að upphefja einfaldlega kvenlega eiginleika og samband kvenna og nátt- úru sem andsvar við karllægum yfir- gangi gegn náttúrunni. Það endurveki rómantíska hugmynd um að konur hafi sérstaka hæfileika til umönnunar, hlut- tekningar, samvinnu og „nálægðar við náttúruna“, ólíkt karlmönnum, sem réttlæti sérstaka stöðu þeirra – sem auð- vitað reynist alltaf staða hins undir- gefna. „Í stað „engilsins í húsinu“ (e. angel in the house) komi „engillinn í vistkerfinu“ (8–9). Slíkur einfaldur við- snúningur á tvenndarkerfi feðraveldis- ins getur því auðveldlega haft í för með sér bakslag, til dæmis styrkt hefð- bundna eðlishyggju sem auðvelt er þá að nota áfram til að réttlæta ýmsa mis- munun á grundvelli kynjamunar. Plumwood telur þó að sjónarhorn vist- femínismans sé mikilvægt til að draga fram í dagsljósið hvernig kúgunarkerfi, svo sem kynþáttahyggja, kynjamismun- un og eyðilegging umhverfisins, séu samofin og styðji hvert annað. Vistfem- ínismi einblíni ekki bara á tengsl kvenna og náttúru heldur sé hann ítarleg gagn- rýni á valdakerfi sem ógna náttúru og vistkerfi. Þótt Undirferli stilli náttúrudulspeki í nafni heiðnu gyðjunnar Freyju upp sem valkosti við eyðandi græðgi og valdasamkeppni kapítalismans, og söguhetjan Íris lýsi Freyju sem magn- aðri kvenhetju sem noti Brísingamen sem spegil gegn illskunni í heiminum, forðast Oddný Eir einfaldan viðsnúning á andstæðupari hins kvenlega og karl- lega. Það er karlmaðurinn Smári sem nær að teikna gyðjuna Freyju inn í myndina með hugarflugi sínu, opnum TMM_4_2018.indd 132 6.11.2018 10:22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.