Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Blaðsíða 2

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Blaðsíða 2
2 TMM 2018 · 4 Frá ritstjórum Það fylgir því sérkennileg blanda af eftirvæntingu og lotningu að taka við Tímariti Máls og menningar undir lok 79. árgangs þess. Í öll þessi ár hefur forverum okkar í ritstjórastóli tekist að bjóða lesendum upp á spennandi blöndu af skáldskap og samfélagsumræðu, og eins og þau stefnum við að því að Tímaritið endurspegli það sem er efst á baugi hverju sinni, hugi að gras- rótinni um leið og starfandi skáld og fræðimenn sækist eftir því að birta þar efni sitt. Við þökkum Silju Aðalsteinsdóttur sérstaklega fyrir að leiða okkur inn í starfið og ómetanlega aðstoð við þetta hefti. Þetta hefti geymir fjölbreytt efni eftir þekkta sem óþekkta höfunda, einn sem fæddur er um síðustu aldamót og aðra sem eiga að baki langan og farsælan starfsferil. Þess er minnst að hundrað ár eru frá fæðingu Jakobínu Sigurðar- dóttur og Kristján Árnason, bókmenntafræðingur og skáld, kvaddur; rýnt er í ljóð Ingibjargar Haraldsdóttur og Allt sundrast, sextuga skáldsögu nígeríska höfundarins Chinua Achebe en kastljósinu jafnframt beint að glænýjum bók- menntum. Af samfélagsmálum kennir einnig ýmissa grasa; Leifur Reynisson rifjar upp róstusama daga í París 1968 með aðstoð sjónarvotta og Unnur Birna Karlsdóttir fer yfir sögu fasismans og fasískra samtaka hér á landi. Bæði leggja áherslu á að við nýtum okkur lærdóma fortíðar til að bregðast við ólgu í alþjóðastjórnmálum og firringu samtímans. Einar Már Jónsson birtir hér síðustu hugvekju sína að sinni og rétt að þakka honum bráðskemmtilegar hugleiðingar í undangengnum heftum. Guðmundur Andri Thorsson seilist í gamla skruddu sem lýsir sérlunduðum persónum úr sveitasamfélaginu á meðan Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir segir frá þeim furðuverum sem urðu á vegi hennar í Laugardalshöllinni í haust á viðburði sem hún kallar „ættarmót nördanna“. Í kápumyndinni fangar Lóa stemmninguna í París maí ’68. Þá er að finna í heftinu fjölbreyttan skáldskap og fleira spennandi efni sem glöggir lesendur munu taka eftir að á sér ýmsa áhugaverða snertifleti. Við óskum lesendum góðrar skemmtunar og hlökkum til samfylgdarinnar við ykkur! Elín Edda Pálsdóttir og Sigþrúður Gunnarsdóttir TMM_4_2018.indd 2 6.11.2018 10:22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.