Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Síða 26

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Síða 26
L e i f u r R e y n i s s o n 26 TMM 2018 · 4 út. Var ekki tími unga fólksins runninn upp? Það var betur menntað en nokkru sinni fyrr og það fann til áður óþekktrar samkenndar. Var framtíðin ekki þeirra? Var ekki tímabært að æska landsins setti sitt mark á það samfélag sem hún lifði og hrærðist í? Allt í einu var sem allar hugsanir væru leyfilegar og ekkert var eðlilegra en að efast um viðtekin sannindi. Var ekki kominn tími til að breyta þjóðfélaginu sem einkenndist af íhaldssemi fortíðarinnar og stjórnlyndi þeirra sem meira máttu sín? Og hvað með allt misréttið þar sem farið var í manngreinarálit eftir stéttarstöðu og kynferði? Af hverju höfðu sumir meiri rétt en aðrir og af hverju báru sumir meira úr býtum? Hugsun margra varð opnari en áður þar sem sjálfsagt þótti að véfengja allt og koma fram með nýjar hugmyndir. Vanahugsun var sagt stríð á hendur. Umræðan var farin af stað en eins og nærri má geta voru menn ekki á einu máli um hvernig samfélagið ætti að vera. Sigurður Pálsson skáld var náms- maður í París á þessum tíma og fylgdist grannt með þróun mála. Hann lét þess getið að „maí ’68 hafi verið uppreisnar- en ekki byltingarhreyfing enda hafi stúdentar ekki haft öll sín markmið skilgreind eins og byltingarmanna er háttur“. Unga fólkið var fyrst og fremst í uppreisn gegn kæfandi samfélags- háttum sem skilgreindu líf þeirra í þaula. Það sætti sig ekki lengur við að láta ráðskast með sig. Það var ekki hvað síst í uppreisn gegn því sem það sá fyrir sér sem gleðisnautt líf vinnu og efnishyggju. Gerard Lemarquis, kennari með meiru, var virkur þátttakandi í maí ’68. Hann bendir á að „stúdentauppreisnin hafi verið altæk hreyfing þar sem frelsið var í fyrirrúmi. Unga fólkið vildi innihaldsríkara líf og það vildi eiga kost á meiri lífsnautnum en ríkjandi siðahugmyndir gerðu ráð fyrir. Æskan vildi t.d. geta notið kynlífs í friði en með tilkomu pillunnar nokkrum árum fyrr var auðveldara að njóta ásta en áður“. Frjálslegt ástarlíf blómstraði þær vikur sem Sorbonnekommúnan stóð yfir. Hinn óhefti frelsisandi var ofar öllu. Sumir fundu frelsið í pólitískum kennisetningum en þeir voru fleiri sem leituðu eftir því í menningu og listum. Fræg eru veggspjöldin og yrðingarnar sem skutu upp kollinum í maí ’68. Innan listaskólans stóðu stúdentar fyrir gerð veggspjalda í samstarfi við fræga listamenn sem vildu ljá baráttunni lið og var Erró meðal þeirra. Einar Már Jónsson sagnfræðingur fylgdist sem námsmaður gaumgæfilega með maí ’68 en hann skrifaði jafnóðum greinar í Þjóðviljann sem veittu Íslendingum greinargóða innsýn í það sem fram fór. Hann lét þess getið við greinarhöfund að veggspjöldin þættu mjög merk í sögulegu samhengi enda hafi þau verið afar vel útfærð svartlist sem miðlaði einföldum en áhrifaríkum skilaboðum um það sem stúdentum lá helst á hjarta. Yrðingarnar báru ekki síður vott um hugkvæmni stúdenta. Margar tengdust einhverskonar marxisma en mun fleiri áttu rætur að rekja til anarkisma, súrrealisma og sitúasjónisma. Mörg beindust beinlínis gegn ríkjandi samfélagsháttum svo sem „Niður með neyslusamfélagið“ og „Aldrei TMM_4_2018.indd 26 6.11.2018 10:22
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.