Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Blaðsíða 61
„ Þa ð a ð s k r i fa b æ k u r
TMM 2018 · 4 61
fyrir þessari þráhyggjufullu fyrirlitningu Hans Blævar á hugleysinu. Mamma
hánar, Lotta, þorði ekki þegar það hefði skipt mestu.
Hans Blær fyrirlítur samt ekki móður sína – hán reynir ítrekað að elska
hana og sennilega er hán ekki mannlegri í afstöðu sinni til neins annars – en
hán fyrirlítur hugleysi hennar og það að hún hafi brugðist sér. Þegar hán
leikur sér að móður sinni er það líka oftar en ekki til þess að fá hana til að
sýna af sér hugrekki, etja henni út í átök – hán vill að hún sýni sér að hún
geti tekið slaginn fyrir sig. Þessi hvöt brýst út í hálfgerðum sadisma, en hvötin
sem slík er ekki röng.
En þessi skilyrðislausa ást, er hún til?
Fjölskylda er fyrir mér fyrst og fremst bakland. Það er fólkið sem stendur
með þér jafnvel þótt allir aðrir gefi skít í þig. Ég segi ekki sama hvað – en
næstum sama hvað. Þar ríkir ekki alltaf skilyrðislaus ást en þar ríkir samstaða
þegar ástin þverr. Maður getur hætt að elska og skilið við maka sinn, misst
samband við börnin sín, rifist við systkini sín og reiðst foreldrum sínum en
maður á samt að standa með þeim þegar þau þurfa á því að halda. Þess vegna
ristir það líka svo djúpt þegar það bregst – engin svik eru verri.
Og hvað sem öllu öðru líður leitar Hans Blær líka til móður sinnar þegar
allt fer til andskotans. Og hán gerir sitt besta til að eiga í eðlilegum sam-
skiptum við hana – það lánast nú bara svona og svona, kringumstæðurnar
eru erfiðar, en hán reynir samt.
Þrátt fyrir að Hans Blær sé væntanlega ekki málpípa höfundar þá skín samt
í gegn ákveðin þjóðfélagsádeila. Til dæmis þar sem talað er um aðkomu-
leysi ríkisins í stofnunum sem sinna utangarðsfólki og þeim sem minna
mega sín:
Ríkið tímdi ekki að reka góðgerðarstofnanir sjálft – ekki meðferðarheimilin, fátækra-
hjálpina, kvennaathvörfin, utangarðsmannaskýlin eða annað sambærilegt – og fékk
þjónustuna ódýrar hjá sjálfboðaliðum og hugsjónafólki, sem þurftu ekki að gera til
sín sömu kröfur og hið opinbera. Þegar eitthvað fór úrskeiðis gátu stjórnmálamenn-
irnir líka varpað ábyrgðinni frá sér. (bls. 171)
Hvar liggja mörk skáldskapar og þjóðfélagsádeilu?
Ef markmið höfundar er að koma skoðunum sínum á framfæri er hann
allavega kominn yfir mörkin. Sem þýðir ekki að skoðanir höfundar og sögu-
persóna fari aldrei saman – við Hans Blær erum sammála um ýmislegt og
ósammála um annað. Hán er hluti af mér en hán er ekki ég, hán er hán og
skoðanir hánar ráðast af skapgerð hánar. Og hán er ekki búið til svo ég geti
sannað eitthvað sem mér fannst fyrir – heldur til þess að skoða einhverja
virkni í heiminum.
Sá sem skrifar skáldsögu fær aðgang að tilfinningalífi lesenda sinna –
honum er beinlínis ætlað að koma róti á það – og það er ábyrgðarstaða,
TMM_4_2018.indd 61 6.11.2018 10:22