Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Blaðsíða 56

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Blaðsíða 56
H a l l a Þ ó r l a u g Ó s k a r s d ó t t i r 56 TMM 2018 · 4 þessu hefur enginn tekið tillit til hánar eða þess hver hán vill vera og hánum finnst þar af leiðandi ekki að hán þurfi að taka tillit til neins annars. Það er lykilatriði í persónuleika hánar að hán vill alls ekki tilheyra – hvorki rým- unum í miðjunni né þeim á jöðrunum – einmitt vegna þess að allir krefjast þess að hán geri það. Mamma hánar vill að hán þegi og sé normal og trans samfélagið vill að hán sé í versta falli frjálslyndur jafnaðarmaður – sem hán finnst bara vera önnur tegund af normal. Vandamálið við að tilheyra liggur beinlínis í orðinu – maður tilheyrir, verður eign einhvers kúltúrs sem svo ætlast til þess að maður hagi sér á tiltekinn máta, klæði sig á tiltekinn máta, hlusti á tiltekna tónlist, borði tiltekinn mat o.s.frv. Ef maður hagar sér innan rammans – brýtur ekki nema rétt svo passlega margar reglur til að maður þó hafi snert af persónuleika – þá fær maður ást og virðingu. Annars fær maður bara að naga þröskuldinn. Og jú, hán er óttaslegið og hán veður eldinn – sennilega óttast hán ekkert jafn mikið og að gera eitthvað, viljandi eða óviljandi, af hugleysi. Að hug leysið verði að drifkrafti í lífi hánar. Og þess vegna þarf hán stöðugt að viðhalda skelfingunni – eða hinum skelfilegu aðstæðum – því án skelfingarinnar getur maður ekki verið viss um að maður sé ennþá hugrakkur. Maður er kannski orðinn deigur, orðinn huglaus, orðinn smáborgari. Og ef Hans Blær er ekki hugrakkt lengur þá verður hán einfaldlega fláð lifandi af óvildarmönnum sínum. Samfélagsumræður okkar tíma eiga sér að miklu leyti stað á Internetinu, þar sem fólk er oftar en ekki yfirlýsingagjarnt. Leikar æsast á methraða, setn ingar eru teknar úr samhengi og nær ómögulegt að skipta um skoðun eða taka orð sín til baka. Virðing er látin lönd og leið og einfaldast virðist að sleppa því að taka þátt. Í bókinni segir Hans Blær að hatrið sé ekki það versta, heldur skeytingar- leysið. Þeir sem hvorki læka né kommenta. Hafa enga skoðun. Hvað segir þú um það? Ég veit ekki hvort ég taki sjálfur undir að skeytingarleysið sé verra en hatrið. Það er svona klassísk gremjuyfirlýsing. En ég held að það sé hættulegt að búa í samfélagi sem forðast átök. Maður þarf að mæta hatrinu – og með- virkninni og kröfunni um að allir séu hressir eða sammála eða að eitthvað sé einfaldlega ekki til umræðu. Það er erfitt að mæta mótlæti og þreytandi að lenda í rifrildum og á hátækniöld er hætt við að byrji maður að þrátta sitji maður fastur í þeim þrætum – með símann pípandi í vasanum allan liðlangan daginn, kannski vikuna eða árið. En hinn valmöguleikinn – sam- félag sem lifir í ímynduðum konsensus – leiðir held ég bara beinustu leið til helvítis, svo ég orði það pent. Þá ráða bara þeir sem eru frekastir hverju sinni – án þess að maður verði endilega einu sinni var við að þeir séu frekir. Ég er ekki viss um að við þurfum alltaf að bera virðingu hvert fyrir öðru í samræðu – við þurfum kannski bara að verða betri í að rífast og jafna okkur TMM_4_2018.indd 56 6.11.2018 10:22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.