Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Blaðsíða 56
H a l l a Þ ó r l a u g Ó s k a r s d ó t t i r
56 TMM 2018 · 4
þessu hefur enginn tekið tillit til hánar eða þess hver hán vill vera og hánum
finnst þar af leiðandi ekki að hán þurfi að taka tillit til neins annars. Það er
lykilatriði í persónuleika hánar að hán vill alls ekki tilheyra – hvorki rým-
unum í miðjunni né þeim á jöðrunum – einmitt vegna þess að allir krefjast
þess að hán geri það. Mamma hánar vill að hán þegi og sé normal og trans
samfélagið vill að hán sé í versta falli frjálslyndur jafnaðarmaður – sem hán
finnst bara vera önnur tegund af normal. Vandamálið við að tilheyra liggur
beinlínis í orðinu – maður tilheyrir, verður eign einhvers kúltúrs sem svo
ætlast til þess að maður hagi sér á tiltekinn máta, klæði sig á tiltekinn máta,
hlusti á tiltekna tónlist, borði tiltekinn mat o.s.frv. Ef maður hagar sér innan
rammans – brýtur ekki nema rétt svo passlega margar reglur til að maður þó
hafi snert af persónuleika – þá fær maður ást og virðingu. Annars fær maður
bara að naga þröskuldinn.
Og jú, hán er óttaslegið og hán veður eldinn – sennilega óttast hán ekkert
jafn mikið og að gera eitthvað, viljandi eða óviljandi, af hugleysi. Að hug leysið
verði að drifkrafti í lífi hánar. Og þess vegna þarf hán stöðugt að viðhalda
skelfingunni – eða hinum skelfilegu aðstæðum – því án skelfingarinnar getur
maður ekki verið viss um að maður sé ennþá hugrakkur. Maður er kannski
orðinn deigur, orðinn huglaus, orðinn smáborgari. Og ef Hans Blær er ekki
hugrakkt lengur þá verður hán einfaldlega fláð lifandi af óvildarmönnum
sínum.
Samfélagsumræður okkar tíma eiga sér að miklu leyti stað á Internetinu,
þar sem fólk er oftar en ekki yfirlýsingagjarnt. Leikar æsast á methraða,
setn ingar eru teknar úr samhengi og nær ómögulegt að skipta um skoðun
eða taka orð sín til baka. Virðing er látin lönd og leið og einfaldast virðist að
sleppa því að taka þátt.
Í bókinni segir Hans Blær að hatrið sé ekki það versta, heldur skeytingar-
leysið. Þeir sem hvorki læka né kommenta. Hafa enga skoðun. Hvað segir
þú um það?
Ég veit ekki hvort ég taki sjálfur undir að skeytingarleysið sé verra en
hatrið. Það er svona klassísk gremjuyfirlýsing. En ég held að það sé hættulegt
að búa í samfélagi sem forðast átök. Maður þarf að mæta hatrinu – og með-
virkninni og kröfunni um að allir séu hressir eða sammála eða að eitthvað
sé einfaldlega ekki til umræðu. Það er erfitt að mæta mótlæti og þreytandi
að lenda í rifrildum og á hátækniöld er hætt við að byrji maður að þrátta
sitji maður fastur í þeim þrætum – með símann pípandi í vasanum allan
liðlangan daginn, kannski vikuna eða árið. En hinn valmöguleikinn – sam-
félag sem lifir í ímynduðum konsensus – leiðir held ég bara beinustu leið
til helvítis, svo ég orði það pent. Þá ráða bara þeir sem eru frekastir hverju
sinni – án þess að maður verði endilega einu sinni var við að þeir séu frekir.
Ég er ekki viss um að við þurfum alltaf að bera virðingu hvert fyrir öðru í
samræðu – við þurfum kannski bara að verða betri í að rífast og jafna okkur
TMM_4_2018.indd 56 6.11.2018 10:22