Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Blaðsíða 130

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Blaðsíða 130
U m s a g n i r u m b æ k u r 130 TMM 2018 · 4 Að sjá fegurðina í alvöru heiminum er náttúrlega sérlega dýrmætur eiginleiki. En ef danskösin á reykvískri krá korter í þrjú verður eina birtingarmynd „alvöru heimsins“ er kannski vandi á höndum. III Persónulýsing og afhjúpun Maríu, sem og tíðarandamyndin af djammmenn- ingu reykvískra eilífðarunglinga, eru þau viðfangsefni Jónasar Reynis sem les- andi verður fyrst og mest var við í Milli- lendingu. En það er ýmislegt fleira í gangi. Það er til dæmis ómaksins vert að lesa þessa sögu sem einhvers konar svar eða tilbrigði við The Catcher in the Rye eftir J.D. Salinger. Tvær eyðimerkur- göngur ráðvilltra ungmenna um næsta ólíka borgarfrumskóga. Í báðum sögun- um eilítill varnarræðutónn í sögumönn- unum sem færir höfundarnir láta „koma upp um sig“. Bæði María og Holden Caulfield eru talsvert verr stödd í tilver- unni en þau kæra sig um að horfast í augu við. Eins getur verið gaman að hugsa um Íslandsheimsókn Maríu sem „Quest“ eða „för“, formgerð úr goðsögum og ævintýr- um þar sem sagt er frá raunum sem söguhetja ratar í við að vinna afrek; finna fjársjóð, bjarga einhverjum úr háska eða endurheimta glataðan dýrgrip. Jafnframt velkist sennilega enginn lesandi í vafa um að þessi för mun mistakast. Það er erfitt að ímynda sér útgáfu sögunnar þar sem María kemur litum Karls Kvaran óskemmdum til föður síns, eftir fórnir og mannraunir. Andhetjur vinna ekki hetjudáðir, nema þá óvart. Nákvæmlega hvernig litatúpum mál- arans reiðir af er síðan bæði óvæntur og eftirminnilegur hápunktur sögunnar og leiðir okkur að einni hlið enn sem hægt er að skoða sögu og vanda Maríu út frá: myndlistinni. Nafn Karls Kvaran er væntanlega ekki valið af tilviljun úr lista yfir íslenska myndlistarmenn á Wikipediu. Eigandi litanna sem allt snýst um er einn þekktasti og mögulega einarðasti fulltrúi strangflatarmálverksins; þar sem geómetrískt samspil lita og forma er með öllu slitið úr samhengi við heim- inn. Merkinguna er einungis að finna í samtali skoðandans við verkið sjálft. Ef við teygjum þá hugmynd til rökréttra endimarka má jafnvel segja að merking- una sé í raun að finna í litunum sjálfum, innan í túpunum sem María á að sækja. Undir lokin, þegar djammferð Maríu er að ljúka á dapurlegan og fyrirsjáan- lega dæmigerðan hátt með innihalds- lausum og hálf-ósamþykktum kynmök- um við ókunnugan strák á Stúdenta- görðunum, rifjast upp fyrir henni áhrifarík listreynsla. Þar stendur hún frammi fyrir ókláraðri mynd Adolphs Menzel af Friðriki mikla að ávarpa hers- höfðingja sína fyrir orrustu. Engan Friðrik er samt að finna á myndinni, þar sem hann ætti að vera er striginn auður. María samsamar sig bæði með málaran- um, sem þrátt fyrir yfirburðatækni sína hefur gefist upp, og ekki síður hershöfð- ingjunum sem standa þarna til eilífðar- nóns: „Horfa bara á auða manneskju. Og vera að bíða eftir að hún segi þeim hvað þeir áttu að gera.“ (171) Sjálf átti hún áður ekki í neinum vandræðum með að fylla eyðurnar merkingu: Þegar ég var lítil gat ég setið við eld- húsborðið og málað og skrifað og gert alls kyns bull án þess að pæla í hvað ég væri að gera. Gat alltaf ímyndað mér mynd sem var miklu flottari en sú sem ég teiknaði. Teiknaði alltaf bara forljóta spýtukalla og krass eins og krakkar gera en sá svo fyrir mér kastala og síki og krókódíla og alls konar ævintýri út úr teikningunni. Einhverja hunda og morð- TMM_4_2018.indd 130 6.11.2018 10:22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.