Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Blaðsíða 31

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Blaðsíða 31
Pa r í s : m a í ’6 8 TMM 2018 · 4 31 umbætur. Og síðla árs 1969 neyddist de Gaulle til að segja af sér eftir að hafa beðið ósigur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Tími gömlu valdhafanna var að renna sitt skeið á enda. Það tókst hins vegar ekki að ryðja kapítalismanum úr vegi og stéttaskiptingin er enn til staðar. Sú meginregla ríkir enn að margir vinna fyrir fáa. Maí ’68 var hluti af þróun sem átti sér stað á Vesturlöndum á þessum árum en munurinn var sá að þátttakan var mun almennari í Frakklandi en nokkurs staðar annars staðar þann stutta tíma sem uppreisnin stóð yfir. Þó ekki tækist að bylta þjóðfélaginu hugsuðu margir eins og sitúasjónistarnir og sögðu að lífið væri annars staðar. Það var ekki nauðsynlegt að lifa eftir forskrift valda- stéttarinnar eða taka þátt í neyslukapphlaupinu. Mörk hins mögulega höfðu verið færð út. Ímyndunaraflið var komið til valda. Það varð auðveldara að fara eigin leiðir. Hugarfar manna hafði breyst. Því hefur verið haldið fram að barátta stúdenta hafi einkennst af vinstrirót- tækni þar sem vafasömum kommúnistum svo sem Maó og Trotskí hafi verið hampað. Þær áherslur voru vissulega til staðar en meginandi baráttunnar var anarkískur og án kennisetninga. Maí ’68 einkenndist einkum af baráttu gegn hvers kyns valdi. Maí ’68 er áhugavert sem sögulegur atburður en ekki síður sem hvatning um að taka lífið sem mest í eigin hendur og vera reiðubúinn að bjóða ráðandi öflum byrginn – jafnvel þegar um ofurefli er að ræða. En af hverju þurfum við á hvatningu að halda? Hefur velmegun nokkurn tíma verið meiri? Eiga ekki allir kost á góðri menntun og er atvinnuleysi ekki hverfandi? Hefur æskan ekki meiri fjárráð en nokkru sinni fyrr? Er unglingamenningin ekki enn á sínum stað? Öllum þessum spurningum má svara játandi en þar með er ekki öll sagan sögð. Viðmiðin eru einfaldlega allt önnur í dag en þau voru fyrir 50 árum síðan. Unglingur sem ekki á snjallsíma og tölvu, og hefur kannski aldrei til útlanda komið, má búast við að lenda utangarðs. Íslenskt æskufólk hefur ekki hvað síst ástæðu til að láta til sín taka en kannanir hafa leitt í ljós að hérlendir háskólanemar búi við meiri heilsu- farsvanda og fjárhagsörðugleika en jafnaldrar þeirra í Evrópu. Vinnuvika þeirra er sögð rúmlega 50 stundir á viku sem er meira en í öðrum löndum álfunnar. Ekki bætir úr skák að innihaldslítil afþreying virðist sækja í sig veðrið á kostnað innihaldsríkari menningar. Fyrir mörgum er síminn snjall- ari en bókin. Reglulega berast fréttir af því að kvíði og depurð einkenni líf sífellt fleira æskufólks. Og ekki virðist betra taka við að námi loknu. Margt ungt fólk á í erfiðleikum með að koma sér upp þaki yfir höfuðið vegna dýr- tíðar og háskólamenntun veitir ekki endilega starf við hæfi. Það kemur því ekki á óvart að menntað æskufólk hefur í auknum mæli haldið utan í leit að betri lífskjörum. Allt er þetta til vitnis um að við séum á rangri leið sem samfélag. Þegar litið er til framtíðar er gott að draga lærdóm af fortíðinni. Unga fólkið sem kvaddi sér hljóðs í maí 1968 sætti sig ekki lengur við að láta aðra skilgreina líf sitt. Það vildi hafa sem mest um eigið líf að segja. Margir TMM_4_2018.indd 31 6.11.2018 10:22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.