Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Blaðsíða 59

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Blaðsíða 59
„ Þa ð a ð s k r i fa b æ k u r TMM 2018 · 4 59 Í bókinni má finna margs konar vald, bæði þetta vald yfir sjálfinu og svo valdið sem felst í norminu. Hverjar eru þínar hugmyndir um vald? Er valdið alltaf í höndum þess sem tilheyrir norminu eða fer það eftir sam- hengi og kannski stétt? Vald hangir alltaf saman við aðstæður. Ég man eftir að hafa séð í íranskri heimildarmynd fyrir mörgum árum hjón þar sem þetta varð svo skýrt – á heimili þeirra réð hann einfaldlega í stofunni en hún í eldhúsinu. Í stofunni var hún lúpuleg og hann stórkarlalegur en í eldhúsinu hafði hún hann að grimmilegu háði og hann hrökklaðist bara út. Þetta er auðvitað öfgakennt dæmi og breytir engu um veruleikann sem mætti þeim hjónum fyrir utan veggi heimilisins. En það skiptir hins vegar máli hvaða samfélagi og sam- félögum maður tilheyrir, og í hvaða félagslega rými maður er staddur hverju sinni. Sjálfsvirðing hangir til dæmis saman við æru og æru fær maður af tilteknu samfélagi. Það skiptir mig engu máli hvað einhverjum heimdell- ingum finnst um mig vegna þess að ég á svo fáa snertifleti við þann heim – en lopapeysulýðurinn er bara ég, mín sjálfsmynd, minn heimur, og þegar hann sussar á mig tek ég andköf. Það er þá sem ég verð átakafælinn. Samt er miklu líklegra að heimdellingarnir endi í valdastöðum í þjóðfélaginu. Það eru bara ekki valdastöðurnar sem skipta mig mestu – þeir verða ekki forleggjarar, rit- stjórar, stjórnendur listahátíða eða í stjórn listamannalauna. Það má segja að valdið sé í höndum þess sem tilheyrir norminu – ríkjandi meirihluta – en það séu ólík norm ríkjandi eftir samfélögum. Og þá þarf maður ekki að leita alla leiðina til Íran. Það gilda ekki sömu norm á Kaffi- barnum og á Landsbókasafninu, í Öskjuhlíðinni og Vesturbæjarlauginni, á Ísafirði og Egilsstöðum, á Hlemmi Mathöll og Granda Mathöll. Það spilar ekki endilega með þér að vera stórriddari í Frímúrarareglunni á fundi hjá Hernaðarandstæðingum. Allt okkar vald er bundið einhverju tengslaneti og tengslanetið hangir á ærunni. Ef þú segir eða gerir eitthvað vitlaust geturðu skyndilega staðið uppi einn og valdalaus í heiminum. Hans Blær hefur sparkað í alla sem nálægt hánum standa og talið sig sjálf- stætt – en þegar til kastanna kemur hefur hán samt reitt sig á stóra samfélagið, gleðina sem einhver andlitslaus múgur hefur af grimmum ólíkindalátunum í hánum, skandalaþörf múgsins, og það er ekki fyrren hán loks gengur fram af þeim múg að hán glatar valdinu og þarf að leggja á flótta. Já, vald fer að miklu leyti eftir samhengi hverju sinni. Til dæmis er þægi- legra að tilheyra minnihlutahópi þegar maður mætir á fund innan sam- taka þess hóps – ekki vera í minnihluta. En annars er yfirleitt þægilegra að vera „bara venjulegur“, og þú skilur hvað ég á við með þessu orði – þótt skekkjumörkin séu einhver – og þar liggur normið. Og í norminu felst valdið, almennt séð. TMM_4_2018.indd 59 6.11.2018 10:22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.