Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Blaðsíða 68

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Blaðsíða 68
G u ð m u n d u r A n d r i Th o r s s o n 68 TMM 2018 · 4 Margt af þessu fólki bar einkenni harðréttis og lítillar upplýsingar, en það var greint fólk, vandað til orðs og æðis, trútt og skyldurækið, og ávann sér hvers manns traust. Sigurður var eins konar samnefnari fyrir þetta fólk en jafnframt táknari fyrir hin yztu mörk í einkennum þess, minna upplýstur en allir aðrir, en kannske einna trúastur að eðli, minnstur fyrir sér, en seiglaðist af sínu viti og trúmennsku til að bera sitt pund á mannlífstorgum, í líkingu við aðra. Og eitt átti þetta fólk sameiginlegt: það tók ástfóstri við Jökuldal og vitnaði um hróður sveitarinnar, hvar sem það fékk því við komið. Datt það þó ekki ofan í neina lukkupotta á heimsins mælikvarða. Vinnumennska, eða einhvers konar hjávera á stór- búum, og svo Heiðin, var hlutskipti þessa fólks. En leiðir margs af því lágu út úr Jökul- dal með svip dalsins og þrótt sveitarinnar, síðan, og hvar sem það var niður komið í stríði lífsins. Hér gefst okkur óvænt innsýn í bakgrunn Sjálfstæðs fólks eftir Halldór Lax- ness, en eins og kunnugt er urðu kynni Halldórs af mannlífinu á Jökuldals- heiðinni honum mikill innblástur við verkið, þótt hann hafi vissulega leitað víðar fanga, þar á meðal vestur á fjörðum. Það er ekki síst hin sterka ást á sauðfénu sem einkennir þetta fólk og þar virðist Sigurður smali síst hafa skorið sig úr – satt að segja gæti eftirfarandi lýsing verið beint úr Sjálfstæðu fólki, þótt vissulega sé það með öðrum formerkjum. Benedikt skrifar um Sigurð smala og Jökuldalinn: Hann kynntist sveitinni, jafnvel betur en margir þeir sem þar voru bornir og barn- fæddir. Hann var vinnumaður á flestum eða öllum bæjum í dalnum og hann sinnti lítið nema einum þætti sveitalífsins, smalamennskunni og fénu, en það var líka, og er, aðalþáttur búskaparins í Jökuldal. Í fénu var hann vakinn og sofinn. Hann hafði góðan smekk fyrir fegurð þess, en þó var ást hans ríkari á fénu en fegurðar- smekkurinn. Hann talaði ekki um annað en fé, enda taldi hann sig vanta spekt til allra annarra umræðna. Hugsunin um féð tók upp alla lífsnautn hans, eða var hin eiginlega lífsnautn hans. Hann var alltaf boðinn og búinn til að hugsa um féð, og þyrfti að doka við, þegar smalahugurinn var kominn í Sigurð, tók hann fæturna upp sitt á hvað, heldur en standa kyrr. Þannig fór öll ævi Sigurðar í féð. Hann hafði ekki tíma til að elta vinnukonur, með hengingar-, drekkingar- og skeringarhótunum af eintómri ást, sem er gamalt vinnuhjúa-vandamál á sveitabæjum, og ekki síst á Jökul- dal, þar sem alltaf var nóg að éta. Og þess vegna er það öruggt mál, að hvað góðir smalar sem fæðast á Jökuldal, þá á enginn þeirra kyn að rekja til Sigurðar smala. Þessi smalahugur allur saman, og fjárást, hafði gagngerð áhrif á lífsskoðanir Sig- urðar og viðhorf til tíðarfars og daglegra starfa. Honum var sérlega illa við sunnan- áttina, sem á Austurlandi er indælasta tíðarfarið og óviðjafnanlegt við allt tíðarfar í þessu landi. En það kom til af því að í sunnanhlákum gat það komið fyrir að blotnaði í snjónum, en hann leysti ekki; svo þegar fraus var hjarn yfir allt og náðist ekki til jarðar. Ekki getur orðið jarðlaust á Jökuldal af öðrum orsökum því þurrasnjórinn fýkur æfinlega burtu eða undir hæðir og höll. Það var þessi reynsla sem Sigurður lét ráða viðhorfi sínu til sunnanáttarinnar og það svo alvarlega að hann rak hnútur í sólþýðan sunnanvindinn um hásumarið. TMM_4_2018.indd 68 6.11.2018 10:22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.