Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Blaðsíða 125

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Blaðsíða 125
U m s a g n i r u m b æ k u r TMM 2018 · 4 125 ekki síst ást og ástarsorg. Virkni skáld- skapar og skapandi skrifa er þó alltaf ótvírætt í brennidepli. Nær allar persón- urnar fást við einhvers konar ritstörf og velt er upp ýmsum tilvistar- og siðferðis- legum spurningum sem þeim tengjast: Hvað gerist ef saga okkar er, eða er ekki, færð í orð? Lifum við áfram í textanum en týnumst að sama skapi ef enginn ritar sögu okkar? Hver má skrifa sögu hvers og á hvaða forsendum? Allt eru þetta krefjandi álitaefni og að vissu leyti tímalaus en þau eiga þó ekki síst við nú á tímum rafrænnar tjáningar þegar allt og ekkert fer á netið og verður þar mögulega að eilífu. Sjálfsmeðvitund skáldsögunnar birt- ist meðal annars í formgerð hennar og óvissu um uppruna eða „eiganda“ text- ans hverju sinni. Móðurhugur skiptist í þrjá meginhluta: „Vefdagbók Ingu“, „Ævisögu Abels“ og „Skáldskap Theo- dóru“. Fyrsti hlutinn samanstendur af vefdagbókarfærslum Ingu á tveggja mánaða tímabili, frá því að hún hittir Abel í fyrsta skipti í raunheimum og þar til hann hverfur og hún ákveður að binda enda á líf sitt. Annar hlutinn er sjálfsævisaga Abels sem Inga vinnur upp úr tölvupóstum og skilaboðum sem fóru á milli þeirra áður en þau hittust í Providence, í þráhyggjukenndri tilraun til að kynnast Abel betur og skapa nánd þeirra á milli. Báðir þessir textar eru, að því er virðist, teknir upp óbreyttir frá Ingu og felldir inn í skáldsöguna. Loks er þriðji og síðasti hlutinn, eins og titill- inn gefur til kynna, skáldskapur Theo- dóru sem fjallar um hvað gerðist, eða hefði getað gerst, eftir hvarf Abels. Þegar upp er staðið er þó vel mögu- legt að öll bókin, ekki bara þriðji hlut- inn, sé runnin frá Theodóru – að það sé hún sem setji hana saman og skrifi hana jafnvel að hluta eða heild. Inn í sögur Ingu og Abels fléttast síðan frásagnir af fleiri persónum, svo sem Jerome, sem Abel elskar en getur ekki átt út af fyrir sig, og rithöfundinum Lionel sem ein- angrar sig í kofa úti í skógi, og eftir því sem innar dregur í völundarhús frá- sagnanna verður óljósara hver segir frá, hver stýrir framsetningunni og á hvaða forsendum. Ólíkir hugir renna saman og hugmyndir um höfund og eignarrétt hafa lítið gildi. „Til að vera góður ljóðaþýðandi þarf að leggja eigið sjálf til hliðar og verða það skáld sem samdi upprunalega kvæðið,“ segir Inga við Foster vin sinn og líklega eiga þessi orð hennar um samruna hugvera í texta vel við um það viðhorf sem er áberandi í Móðurhug: „Raddir flakka milli huga. Það er hægt að leyfa öðrum röddum að streyma inn og láta hugsunina flæða með. Þá hættir þýðandinn að vera túlkandi og fer að mæla réttri röddu á annarri tungu.“ (bls. 33–34) Vandamálið er hins vegar að tveir hugir geta aldrei runnið fullkom- lega saman og þýðandinn getur aldrei orðið skáldið sjálft eða mælt „réttri röddu“, sama hvað hann reynir. Inga lifir því í blekkingu, sér í lagi varðandi eigin getu til að miðla rödd Abels. *** Samskipti Ingu og Abels fara eingöngu fram á netinu fyrir utan dagana í Provi- dence; skömmu eftir það hverfur Abel og Inga sér hann aldrei aftur. Í hennar augum er hann þó enn til – enda hefur vinátta þeirra aldrei grundvallast á „þrí- víðum“ samskiptum og raunar upplifir hún samvistir þeirra í Providence sem vonbrigði. Til að nálgast Abel ákveður hún fyrst að skrifa ævisögu hans en síðar gengur hún enn lengra og hverfur úr raunheimi yfir í þann rafræna; hún eyðir öllum færslunum úr vefdagbók- inni öðrum en þeim sem tengjast Abel, TMM_4_2018.indd 125 6.11.2018 10:22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.