Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Blaðsíða 8

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Blaðsíða 8
H e l g a K r e s s 8 TMM 2018 · 4 hvernig henni, önnum kafinni sveitakonu, endist tíminn til að yrkja ljóð, segir hún: Nú á tímum á sveitakona með börn yfirleitt engar tómstundir. Ég hef ekki tíma til að sinna skáldskap, skrifa því setningu og setningu á stangli milli þess að ég hleyp til verka. Hafði heldur aldrei verulegan áhuga á ljóðlist, en langaði til að fást við óbundið mál. Fann þá að mig skorti bæði hæfileika og menntun. Þá var ég rúmlega tvítug. Hef aldrei haft trú á mér sjálf – en yrki mér til hugarhægðar. Þegar hún er spurð hvar fyrstu kvæði hennar hafi birst segir hún aðeins: „Nokkur kvæði komu í Eimreiðinni fyrir mörgum árum. […] Þetta voru æskuverk.“ Athyglisvert er að í „Morgunljóði“, því fyrsta sem eftir Jakobínu birtist á prenti undir nafni, er ljóðmælandi hvort tveggja í senn kona og skáld, og sviðsetur sig þannig strax í upphafi: „Ég hrópa mitt ljóð út í húmið.“ Eins og stokkin út úr Íslendingasögum hvetur hún karlinn til dáða, til að „hrista af sér drungann“, og býðst meira að segja til að snúa honum bogastreng úr hári sínu fyrir örvar hans.7 Í þessum fyrstu baráttukvæðum er sjónarhornið konu, og sama er að segja um þau næstu, sem einnig birtust í Þjóðviljanum, „Vor í Garði“, 5. júlí 1953, og „Hugsað til Hornstranda“, 26. júlí 1953, en með því síðarnefnda sló hún rækilega í gegn sem ákvæðaskáld: „Níðings iljar alla daga brenni / eldur ljóðsins míns.“8 Næst birtust ljóð eftir Jakobínu í Ljóðum ungra skálda 1944-1954 sem Magnús Ásgeirsson ritstýrði og komu út hjá Helgafelli 1954. Jakobína er þá komin nokkuð á fertugsaldur og því á mörkum þess að geta talist ung, enda með elstu skáldum sem eiga ljóð í bókinni, sautján körlum og þremur konum. Í skáldatali aftast segir um Jakobínu að hún hafi birt ljóð í blöðum og tíma- ritum, „ádeilurömm ‚landvarnarljóð‘“ og sé hún þegar þjóðkunn af þeim. Þar sem þau kvæði muni vera að koma út í öðru ljóðasafni kveði við „mildari tón í ljóðunum sem hér birtast,“ en það eru „Til föður míns“, fremst, síðan „Vökuró“ og „Fimm börn“, öll um yrkisefni sem hæfa konum.9 Það liðu þó sex ár þar til Kvæði komu út hjá Máli og menningu árið 1960. Í bréfi sem annar ritstjóri bókarinnar, Sigfús Daðason, skrifaði Jakobínu, og dagsett er 28. apríl 1960, kemur fram að hún hafði valið bókinni nafnið „Hugfró“, með augljósri vísun í fleygar ljóðlínur Páls Ólafssonar: „Ég yrki mér til hugarhægðar, / en hvorki mér til lofs né frægðar,“ sem hún einnig vitnar til í viðtalinu við Nönnu Ólafsdóttur.10 Þessu nafni höfnuðu ritstjór- arnir og Sigfús skrifar: Ég er á sama máli og Kristinn Andrésson að Hugfró væri ekki heppilegt nafn á ljóða- bók yðar. […] Persónulega held ég færi vel á því að kalla bókina einfaldlega Kvæði, það er alveg tilgerðarlaust nafn, og mér sýnist þér séuð mér sammála um það, að ekkert sé athugavert við að fyrsta ljóðabók sem skáld sendir frá sér heiti hlutlausu nafni.11 TMM_4_2018.indd 8 6.11.2018 10:22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.