Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Blaðsíða 78

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Blaðsíða 78
G u ð r ú n S t e i n þ ó r s d ó t t i r 78 TMM 2018 · 4 Í viðtalinu segir Vigdís einnig að persónur yfirgefi hana aldrei heldur lifi innra með henni en hún segist halda að slíkar sambúðir séu dæmigerðar fyrir alla menn: „Það fer ekkert af þessu fólki. Það lifir alltaf í mér. Þetta er gallerí. Ég held það séu allir með svona gallerí inni í sér.“16 Sambönd af þessu tagi einskorðast heldur ekki við rithöfunda því lesendur skáldverka geta einnig myndað sambönd við persónurnar. Flestir kannast eflaust við að hafa „gleymt“ sér við lestur bókar eða „týnt“ sér í heimi skáldskaparins. Í slíkum tilvikum láta menn oft sem persónurnar sem þeir lesa um séu alvörufólk – ekki bara persónur heldur mannlíki – og heimurinn sem þær lifa og hrærast í sé til í raun og veru; þeir leyfa sér með öðrum orðum að blekkjast af skáldskapnum. Við þess háttar lestur upplifa lesendur gjarnan tilflutning (e. transportation) í annan heim.17 Þegar slíkt gerist finnst þeim þeir ekki einvörðungu horfa á skáldaða heiminn úr fjar- lægð heldur fá þeir einnig á tilfinninguna að þeir séu sjálfir staddir í sögu- heiminum og upplifa það sem þar gerist eins og þeir væru í þeim heimi sem við köllum raunverulegan.18 Í þessu ferli samsama lesendur sig oft persónu, setja sig í hennar spor og upplifa sömu tilfinningar og hún og geta í kjölfarið skapað einhliða samband (e. parasocial relationship) við persónuna. Sam- bandið er ein tegund ímyndaðra sambanda og minnir í mörgu á raunveruleg tengsl manna á milli því lesandi vill skilja persónuna.19 Talið er að samlíðun lesenda með persónum sé lykilatriði til að svona samband geti myndast. Ástæða þess að sambandið er kallað einhliða er sú að það getur aldrei raunverulega orðið gagnkvæmt því persónan getur auðvitað aldrei kynnst lesandanum.20 Það er misjafnt hversu auðvelt menn eiga með að samsama sig persónum og skapa sambönd af þessu tagi. Atriði sem talin eru liðka fyrir samsömun eru til dæmis líkindi lesanda með persónu og eins hvort persónur eru áhugaverðar, trúverðugar og/eða flóknar. Þá hefur einnig verið nefnt að ef lesendur hrífist af persónu eigi þeir auðveldara með samsömun og sama gildi ef hún sé viðkunnanleg.21 Við lestur á skáldskap kynnast lesendur persónum sem þeir myndu annars ekki kynnast án þess að geta átt von á höfnun; og það sem meira er þeir kynn- ast þeim hraðar en raunverulegu fólki. Ástæðan er sú að við lesturinn fá þeir allskonar upplýsingar um persónurnar auk þess sem þeim gefst gjarnan færi á að skyggnast inn í þanka þeirra, þrár og langanir. Við lesturinn „takast“ lesendur líka á við allskonar vandamál og „lenda“ í vissum aðstæðum. Menn upplifa semsagt ýmislegt í gegnum bókmenntir og geta þannig sankað að sér reynslu þó þeir upplifi hana ekki bókstaflega sjálfir.22 Fyrir vikið getur lestur skáldskapar aukið skilning manna á öðrum í veruleikanum. Engan skyldi því heldur undra að menn tali gjarnan um þær sem vini sína og kunningja og láti sem þær séu raunverulegt fólk.23 Margir kannast eflaust líka við að hafa lesið bók og kynnst persónunum svo náið að þeir sakna þeirra að lestri loknum; ég efa það til dæmis ekki að margir af minni kynslóð hafi verið spenntir að TMM_4_2018.indd 78 6.11.2018 10:22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.