Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Blaðsíða 123

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Blaðsíða 123
H u g v e k j u r TMM 2018 · 4 123 var eftir af útsýninu. Reyndar hefur eitt fjölbýlishús eftir Le Corbusier sjálfan þegar fengið sitt dýnamít vel úti látið; það stóð í Montfermeil í nágrenni París- ar og var sprengt 23. júlí 2012, við mik- inn fögnuð viðstaddra. Mörg þau hús sem hlotið hafa sömu örlög voru eftir lærisveina Le Corbusiers, í einu og öllu eftir kokkabók meistarans. Verður þá að hefta á einhvern hátt skapandi list erkismiðanna? Það væri stórt skref aftur á bak. Í rauninni er lausnin þegar að fæðast og hún er sú að breyta mannskepnunni, með einhverj- um nýjum genum hingað og þangað þannig að hún falli í einu og öllu inn í þau híbýli sem nú eru að spretta upp úr frjóum heilabúum erkismiðanna og híbýlin sjálf taki ljúflega á móti henni. Það eru þessar erfðabreytingar sem eru á dagskrá í Silikondal, og reyndar sitt- hvað fleira í sama anda, svo sem bein tengsl gráa efnisins við risatölvur, og mun sá hvammur væntanlega fá heitið „Aldingarðurinn Eden hins nýja mann- kyns“, algórytmarnir munu sjá til þess að koma í veg fyrir annað syndafall. En hvernig verður þá þetta nýja mannkyn? Um það er ekki hægt að spá, kannski tekur það sjálft þróunina í eigin hendur. En sköpunarstarf erkismiða á vorum dögum gefur þó ýmsar ábend- ingar. Vitanlega verður homo sapient- issimus futurus þannig innréttaður að hann hafi ekki þörf fyrir hluti nema þegar hann stendur hjá þeim, það var áður komið fram – þegar hann á leið fram hjá tappatogara fær hann sér í glas. Kannski verður hann líka pínulítið öðruvísi í laginu. Og það svarar óskum hans og þörfum að lifa lífinu eins og farþegi í risaskipi. En svo er annað sem verður að breytast, og það er fegurðar- smekkurinn, og það er grundvöllur lífs- ins. Hinn nýi maður snýr algerlega baki við fortíðinni, honum finnst jafn fárán- legt að búa í endurreisnarhúsi og í helli. Hins vegar hefur hann smekk fyrir kubbum, og því meiri sem kubbarnir eru stærri og þunglamalegri og nær hver öðrum, þannig að menn geti tekist í hendur milli glugga í tveimur kubbum og óskað hver öðrum til hamingju. Með þessu öllu fylgir að menn fúlsa við venjulegum veggjum, kassarnir verða því smíðaðir úr álbitum og gleri, þannig að þeir verða líkastir sýningarskápum. Fyrir innan blasir við dýrð hins nýja manns, kannski stendur hann þar og segir „ég er sá sem er“. En kubbarnir þurfa ekki endilega að vera teningslaga, þeir geta verið breiðir og þunnir líkt og „Borgin geislandi“ og snúið breiðsíðu til sólar þegar hún rís og hnígur, eða þá langir og mjóir og skagað hátt upp í tró- posferuna. Þar munu menn sækjast eftir því að búa sem hæst. Nú er víst þegar farið að reisa himinhrjóða sem nálgast kílómetra á hæð einhvers staðar í eyði- mörkunum við Persaflóa, en það er aðeins byrjunin, um leið og búið er að hanna hljóðfráar lyftur munu þeir rísa enn hærra, í áttina upp í jónhvolfið. Eftir loftslagsbreytingar þær sem nú standa fyrir dyrum verður heldur ekki amalegt að koma í svalann í upphæðum, langt fyrir ofan sextíu stiga heita felli- bylji á jörðu niðri, þannig leysa erki- smiðir og dalbúar allan vanda. En fram- sæknustu erkismiðirnir fá sífellt nýjar hugmyndir, nú eru þeir farnir að smíða snjóhvítar hallir sem varla er hægt að lýsa með orðum mannamáls, þær líta út eins og kolkrabbar að gera jógaæfingar. Hvernig skyldi nú vera sú lífvera sem þar getur orðið hagvön? TMM_4_2018.indd 123 6.11.2018 10:22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.