Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Blaðsíða 10

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Blaðsíða 10
H e l g a K r e s s 10 TMM 2018 · 4 en bókmenntirnar knúðu mig til þessa uppgjörs, sem tengdist nær einvörðungu vali á yrkisefni og sjónarhorni. […] Ég fann nefnilega, þegar ég var að byrja að skrifa, mjög sárt til þess að mig skorti þá lífsreynslu sem bókmenntir virtust smíðaðar úr. Stundum fannst mér ég hefði ekki reynt neitt sem hæfði í skáldskap.14 Báðar gera þær Jakobína og Svava uppreisn gegn hefðinni og finna sér leið, hvor með sínum hætti. Svava í átt til fantasíu, Jakobína til raunsæis, þar sem þær báðar leggja áherslu á tungumálið, orðin. Svava segir: Í þessu sambandi hef ég búið mér til þá kenningu til heimabrúks að það sé úrvinnsla efnisins, orðanna, sem sé röng þegar við dettum í þá gryfju að tileinka okkur reynslu karlmanna, en orðin sjálf svíki ekki. Orðin eru jafnupprunaleg uppspretta fyrir konur og þau eru fyrir karla, og þær mega því ekki láta sér nægja það sem þeim hefur verið sagt um orðin – þær verða sjálfar að skoða orðin. [… ] Hvaða hugmynd, hvaða reynslu dylur orðið og þarafleiðandi: hvað merkir orðið þá í raun og veru.15 Í sama greinasafni er erindi eftir Jakobínu, upphaflega flutt í útvarpi 1971, þar sem hún ræðir og gagnrýnir staðlaðar kvengerðir bókmenntahefðar- innar, sem upphefur konur og lofsyngur sem ástkonur, mæður, ömmur eða álfkonur, án þess að þær standi körlunum jafnfætis.16 Hún leitar að konum í uppreisn og staldrar í því skyni við nokkrar kvenlýsingar í Biblíunni, einkum eftirfarandi lagaákvæði í fimmtu Mósebók gamla testamentisins: Þegar tveir menn eru í áflogum, og kona annars hleypur að til þess að hjálpa manni sínum úr höndum þess er slær hann, og hún tekur um hreðjar honum, þá skalt þú höggva af henni höndina og eigi líta hana vægðarauga.17 Af þessu ákvæði sést, segir hún, „að konur hafa verið all-óvægnar, er þær vildu verja sitt og vitað hvar þær áttu að klípa til árangurs.“ Og sannarlega er þessi kona, sem hleypur til hjálpar áflogaseggnum, eiginmanni sínum, gædd undarlega sterku lífi í þessari harðorðu lagamálsgrein. Það er næstum því eins og hún gæti stokkið út úr orðunum, frumstæð, frjáls, sterk, dálítið óhemju- leg og ekki biðjandi neinn að líta sig „vægðarauga“.18 Lýsinguna tengir hún Sölku Völku „eins og hún er áður en Arnaldi tekst með fínheitamannsyfirburðum sínum að brjóta niður stolt hennar og sjálfs- traust”.19 Þá er henni hugleikin „kynbomban svonefnda“, ný kvengerð sem hafi stigið fram á sviðið í bókmenntum síðustu áratuga. Um hana segir hún, eins og beint inn í metoo-umræðu dagsins: Sumir ímynda sér, að þar sé á ferð hin frjálsa kona, en ég fullyrði að hún sé enn ófrjálsari en hin fórnandi eiginkona. Allt sitt á hún undir kyni sínu, kroppnum, svo lengi sem hann endist til að vera skemmtitæki í ástaleiknum. Hún á ekkert sam- eiginlegt með Sölku Völku annað en það, að hún hefir tekið sér jafnrétti við karl- manninn í kynmökum. Samfélagslegu jafnrétti er hún jafnfjarri og kona Móselaga, jafnvel enn fjær.20 TMM_4_2018.indd 10 6.11.2018 10:22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.