Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Blaðsíða 126
U m s a g n i r u m b æ k u r
126 TMM 2018 · 4
birtir ævisöguna þar og sendir vinkon-
um sínum kveðjuskilaboð:
Sjálfið er rafeind á hreyfingu. Þetta ég,
sem er í líkama sem vaknar og hreyfist
á æfingu og í skóla, það þjáist í veröld
þar sem Abel er ekki lengur. Í rafrænum
textum er hann ennþá til. Ef ég hverf
úr þessum heimi get ég lifað áfram með
Abel í skrifunum á netinu. Nú er ég búin
að tengja okkur tvö saman í huga ykkar,
rafeindaboðum sem geyma mig. Við
munum lifa í ykkur eins og Abel lifir í
mér. (bls. 68)
Þarna birtist sams konar þrá og hjá
Theodóru; þrá eftir því að skapa ástvin-
um framhaldslíf í orðum. Báðar glíma
mæðgurnar við sorg og höfnun en neita
að sleppa tökum á ástarviðfanginu.
Afleiðingarnar eru umtalsverðar, sér-
staklega fyrir Abel sem fær engu ráðið
um sína eigin rafrænu tilvist. Hann á
sér enga rödd aðra en þá sem Inga (og/
eða Theodóra) miðlar til lesenda; hún
semur ævisögu hans án þess að spyrja
hann álits og fyrst og fremst til að þjóna
eigin þörfum. „Skáldskapur Theodóru“
er einnig sjálfþerapískur texti fremur en
nokkuð annað; Theodóra lífgar bæði
Ingu og Abel við og stillir þeim upp í
skálduðum heimi þar sem hvorugt vill
vera. Mæðgurnar eru þannig gerendur
sem leitast við að ná tökum á tilverunni
með því að skapa og móta rafræna til-
vist, eigin og annarra. Abel og tilvera
hans er aftur á móti fyrst og fremst við-
fang og mögulega er hann einungis til
sem hugarfóstur mæðgnanna.
***
Það er gömul saga og ný að trans fólk
þurfi að horfa upp á sískynja rit- og
handritshöfunda og leikara tjá trans
reynslu í sögubókum, skáldverkum og
kvikmyndum með misgóðum árangri.
Reynsla trans fólks og ýmissa annarra
minnihlutahópa hefur gjarnan verið
skráð og tjáð á forsendum meirihlutans
og jafnvel þótt slíkt sé gert af velvild
felst í því valdbeiting sem hefur verið
réttilega gagnrýnd. Kári kýs að takast á
við þessi siðferðislegu málefni í Móður-
hug fremur en leiða þau hjá sér eða rétt-
læta þau. Þegar Abel kemst að því að
Inga hefur skrifað ævisögu hans verður
hann reiður, jafnvel þótt ekkert sem
standi þar sé beinlínis rangt. Vandamál-
ið í hans augum er að hann valdi orðin
ekki sjálfur. „[É]g er þreyttur á því að
annað fólk segi sögu mína, setji mig í
samhengi, því ég þarf þess ekki, mér
nægir að vera ég sjálfur,“ segir hann:
en fólk er alltaf að breyta mér úr mann-
eskju í persónu, þegar ég var krakki,
þegar ég var unglingur, þegar ég var í
háskóla, og jafnvel núna þegar ég [er]
nýbyrjaður í doktorsnámi er eins og sam-
nemendur mínir og kennarar líti á mig
sem áhugaverða furðuveru til að greina
og skilja, transmann frá Translantis, ekki
hugsandi einstakling sem er miklu meira
en bara kyngervið eitt, og þegar raun-
veruleika er breytt í sögu verður hann
óhjákvæmilega að lygi því að sannleikann
er aðeins að finna í goðsögum, skáldskap
og ljóðum, en endursögn á raunveruleika
skilur svo margt og mikið út undan að
hún verður að ósannindum, ekki einu
sinni hálfsannleik, í besta falli upptaln-
ingu á staðreyndum sem eru lagaðar að
þeim gildum sem ríkja í hverju samfélagi
fyrir sig, það er alltaf verið að troða mér
í hlutverk sem ég vil ekki leika í stað þess
að leyfa mér að vera frumeind, mannvera
innan um annað fólk, ekki stöðluð frá-
sögn af transmanni, því kyngervi mitt er
staðreynd, ekki örlög. (bls. 50–51)
Abel mótmælir en fær engu ráðið; í ævi-
sögunni kemur fram að hann óski þess
að rafeindasál hans þurrkist út og hann
finni „eilíft líf annars staðar en í gagna-
TMM_4_2018.indd 126 6.11.2018 10:22