Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Side 126

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Side 126
U m s a g n i r u m b æ k u r 126 TMM 2018 · 4 birtir ævisöguna þar og sendir vinkon- um sínum kveðjuskilaboð: Sjálfið er rafeind á hreyfingu. Þetta ég, sem er í líkama sem vaknar og hreyfist á æfingu og í skóla, það þjáist í veröld þar sem Abel er ekki lengur. Í rafrænum textum er hann ennþá til. Ef ég hverf úr þessum heimi get ég lifað áfram með Abel í skrifunum á netinu. Nú er ég búin að tengja okkur tvö saman í huga ykkar, rafeindaboðum sem geyma mig. Við munum lifa í ykkur eins og Abel lifir í mér. (bls. 68) Þarna birtist sams konar þrá og hjá Theodóru; þrá eftir því að skapa ástvin- um framhaldslíf í orðum. Báðar glíma mæðgurnar við sorg og höfnun en neita að sleppa tökum á ástarviðfanginu. Afleiðingarnar eru umtalsverðar, sér- staklega fyrir Abel sem fær engu ráðið um sína eigin rafrænu tilvist. Hann á sér enga rödd aðra en þá sem Inga (og/ eða Theodóra) miðlar til lesenda; hún semur ævisögu hans án þess að spyrja hann álits og fyrst og fremst til að þjóna eigin þörfum. „Skáldskapur Theodóru“ er einnig sjálfþerapískur texti fremur en nokkuð annað; Theodóra lífgar bæði Ingu og Abel við og stillir þeim upp í skálduðum heimi þar sem hvorugt vill vera. Mæðgurnar eru þannig gerendur sem leitast við að ná tökum á tilverunni með því að skapa og móta rafræna til- vist, eigin og annarra. Abel og tilvera hans er aftur á móti fyrst og fremst við- fang og mögulega er hann einungis til sem hugarfóstur mæðgnanna. *** Það er gömul saga og ný að trans fólk þurfi að horfa upp á sískynja rit- og handritshöfunda og leikara tjá trans reynslu í sögubókum, skáldverkum og kvikmyndum með misgóðum árangri. Reynsla trans fólks og ýmissa annarra minnihlutahópa hefur gjarnan verið skráð og tjáð á forsendum meirihlutans og jafnvel þótt slíkt sé gert af velvild felst í því valdbeiting sem hefur verið réttilega gagnrýnd. Kári kýs að takast á við þessi siðferðislegu málefni í Móður- hug fremur en leiða þau hjá sér eða rétt- læta þau. Þegar Abel kemst að því að Inga hefur skrifað ævisögu hans verður hann reiður, jafnvel þótt ekkert sem standi þar sé beinlínis rangt. Vandamál- ið í hans augum er að hann valdi orðin ekki sjálfur. „[É]g er þreyttur á því að annað fólk segi sögu mína, setji mig í samhengi, því ég þarf þess ekki, mér nægir að vera ég sjálfur,“ segir hann: en fólk er alltaf að breyta mér úr mann- eskju í persónu, þegar ég var krakki, þegar ég var unglingur, þegar ég var í háskóla, og jafnvel núna þegar ég [er] nýbyrjaður í doktorsnámi er eins og sam- nemendur mínir og kennarar líti á mig sem áhugaverða furðuveru til að greina og skilja, transmann frá Translantis, ekki hugsandi einstakling sem er miklu meira en bara kyngervið eitt, og þegar raun- veruleika er breytt í sögu verður hann óhjákvæmilega að lygi því að sannleikann er aðeins að finna í goðsögum, skáldskap og ljóðum, en endursögn á raunveruleika skilur svo margt og mikið út undan að hún verður að ósannindum, ekki einu sinni hálfsannleik, í besta falli upptaln- ingu á staðreyndum sem eru lagaðar að þeim gildum sem ríkja í hverju samfélagi fyrir sig, það er alltaf verið að troða mér í hlutverk sem ég vil ekki leika í stað þess að leyfa mér að vera frumeind, mannvera innan um annað fólk, ekki stöðluð frá- sögn af transmanni, því kyngervi mitt er staðreynd, ekki örlög. (bls. 50–51) Abel mótmælir en fær engu ráðið; í ævi- sögunni kemur fram að hann óski þess að rafeindasál hans þurrkist út og hann finni „eilíft líf annars staðar en í gagna- TMM_4_2018.indd 126 6.11.2018 10:22
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.