Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Blaðsíða 9
„ E i n s o g h ú n g æ t i s t o k k i ð ú t ú r o r ð u n u m …“
TMM 2018 · 4 9
Með fyrsta ljóðinu í Kvæðum leitar Jakobína í kvenlega ljóðahefð, og er það í
samræmi við stefnuyfirlýsingu skáldkonunnar í „Heimsókn gyðjunnar“ um
ljóðið hennar litla sem logar á mæðranna kveik. Eins og ljóðabók Júlíönu
Jónsdóttur, Stúlka, frá árinu 1876, hefst bók Jakobínu á lýsingarorðinu „lítill“.
Bæði fjalla ljóðin um það að vera fátækt skáld án hefðar og hátturinn er sá
sami. Er því engu líkara en ljóð Jakobínu sé tilbrigði við upphafsljóð þessarar
fyrstu ljóðabókar sem út kom eftir íslenska konu:
Lítið gaf mér lífið,
langspilið slitið
fátækra feðra
féll mér í arf.
Einn lét þar strengurinn,
ein lék þar höndin
fjötruðum fingrum
fábreytnislag.
(Jakobína, „Fátækt“)
Lítil mær heilsar
löndum sínum,
ung og ófróð,
en ekki feimin;
leitar gestrisni
góðra manna
föðurlaust barn
frá fátækri móður.
(Júlíana, einkunnarorð Stúlku)
Af fjölmörgum ummælum má sjá að Jakobína skilgreinir sig sem kvenrit-
höfund og samsamar sig þeim. Næsta bók hennar, smásagnasafnið Púnktur
á skökkum stað, kom út hjá Máli og menningu árið 1964, en þá virðist sem
þeir hafi fengið nóg. Um vandkvæðin við útgáfu skáldsögunnar Dægurvísu
tveimur árum síðar, segir hún í löngu viðtali við „Sáf“ í Þjóðviljanum 5. ágúst
1988:
Þeir voru eitthvað áhugalausir hjá Máli og menningu, svo ég fór með Dægurvísu til
Olivers Steins í Hafnarfirði. Hann hafði gefið út bækur eftir konur, svo ég hugsaði
með mér að þar væri útgefandi sem væri óhræddur við konur.12
Aðferðum sínum við skriftir líkir hún síðan við matargerð í viðtali við „Stgr“
í Vísi 23. nóvember 1965 : „Ég hef ekki ákveðnar persónur til fyrirmyndar, en
aðferðir mínar við persónusköpun eru aðferðir húsmóður við að matreiða –
þær eru mjög frumstæðar.“13
Hin neitandi kona
Á sama hátt og Jakobína veltir Svava Jakobsdóttir, tólf árum yngri, fyrir sér
vanda skáldskaparins fyrir konur við upphaf rithöfundarferils síns. Um það
fjallar hún í greininni „Reynsla og raunveruleiki. Nokkrir þankar kvenrit-
höfundar,“ sem birtist í greinasafninu Konur skrifa til heiðurs Önnu Sigurðar-
dóttur 1980. Hún segir:
Þegar ég tók þá ákvörðun að gerast rithöfundur, þ.e.a.s. með útgáfu í huga, gerði ég
beinlínis upp við mig þá staðreynd, að ég er kona. Þetta virðist kannski undarlegt,
TMM_4_2018.indd 9 6.11.2018 10:22