Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Síða 9

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Síða 9
„ E i n s o g h ú n g æ t i s t o k k i ð ú t ú r o r ð u n u m …“ TMM 2018 · 4 9 Með fyrsta ljóðinu í Kvæðum leitar Jakobína í kvenlega ljóðahefð, og er það í samræmi við stefnuyfirlýsingu skáldkonunnar í „Heimsókn gyðjunnar“ um ljóðið hennar litla sem logar á mæðranna kveik. Eins og ljóðabók Júlíönu Jónsdóttur, Stúlka, frá árinu 1876, hefst bók Jakobínu á lýsingarorðinu „lítill“. Bæði fjalla ljóðin um það að vera fátækt skáld án hefðar og hátturinn er sá sami. Er því engu líkara en ljóð Jakobínu sé tilbrigði við upphafsljóð þessarar fyrstu ljóðabókar sem út kom eftir íslenska konu: Lítið gaf mér lífið, langspilið slitið fátækra feðra féll mér í arf. Einn lét þar strengurinn, ein lék þar höndin fjötruðum fingrum fábreytnislag. (Jakobína, „Fátækt“) Lítil mær heilsar löndum sínum, ung og ófróð, en ekki feimin; leitar gestrisni góðra manna föðurlaust barn frá fátækri móður. (Júlíana, einkunnarorð Stúlku) Af fjölmörgum ummælum má sjá að Jakobína skilgreinir sig sem kvenrit- höfund og samsamar sig þeim. Næsta bók hennar, smásagnasafnið Púnktur á skökkum stað, kom út hjá Máli og menningu árið 1964, en þá virðist sem þeir hafi fengið nóg. Um vandkvæðin við útgáfu skáldsögunnar Dægurvísu tveimur árum síðar, segir hún í löngu viðtali við „Sáf“ í Þjóðviljanum 5. ágúst 1988: Þeir voru eitthvað áhugalausir hjá Máli og menningu, svo ég fór með Dægurvísu til Olivers Steins í Hafnarfirði. Hann hafði gefið út bækur eftir konur, svo ég hugsaði með mér að þar væri útgefandi sem væri óhræddur við konur.12 Aðferðum sínum við skriftir líkir hún síðan við matargerð í viðtali við „Stgr“ í Vísi 23. nóvember 1965 : „Ég hef ekki ákveðnar persónur til fyrirmyndar, en aðferðir mínar við persónusköpun eru aðferðir húsmóður við að matreiða – þær eru mjög frumstæðar.“13 Hin neitandi kona Á sama hátt og Jakobína veltir Svava Jakobsdóttir, tólf árum yngri, fyrir sér vanda skáldskaparins fyrir konur við upphaf rithöfundarferils síns. Um það fjallar hún í greininni „Reynsla og raunveruleiki. Nokkrir þankar kvenrit- höfundar,“ sem birtist í greinasafninu Konur skrifa til heiðurs Önnu Sigurðar- dóttur 1980. Hún segir: Þegar ég tók þá ákvörðun að gerast rithöfundur, þ.e.a.s. með útgáfu í huga, gerði ég beinlínis upp við mig þá staðreynd, að ég er kona. Þetta virðist kannski undarlegt, TMM_4_2018.indd 9 6.11.2018 10:22
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.