Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Blaðsíða 138

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Blaðsíða 138
U m s a g n i r u m b æ k u r 138 TMM 2018 · 4 heitir Lína og bróðir hennar Aron. Móð- irin, Noor, neitar að læra íslensku, fer ekki út fyrir hússins dyr og horfir stöð- ugt á sjónvarpsstöðina Al Jazeera til að halda tengslunum við Sýrland opnum og lifandi. Hún aðlagast ekki. Börnin hafa hins vegar aðlagast íslenska samfélaginu ótrúlega hratt, eru komin í vinnu og skóla og tala tungu- málið, þau eldri komin með íslenska kærasta/kærustu sem þau segja mömm- unni ekki frá, frekar en öðrum nýjum draumum. Hin hraða aðlögun þeirra er ekki dæmigerð fyrir innflytjendur á Íslandi ef marka má sögur úr skólakerf- inu en Noor og börn hennar eru í hinum fámenna hópi hælisleitenda sem fengið hafa góða fyrirgreiðslu og sinnu. Þau varpa sem því nemur jákvæðu ljósi á Ísland og Íslendinga. Annað er hlut- skipti Kamillu, bestu vinkonu Selmu og skólasystur sem er lögð í einelti af ras- ískum skólasystrum þeirra. Kamilla er hvorki herská né sjálfstæð eins og Salí sem tekur til varnar með hjálp vina sinna og lætur ofsækjendurna fá makleg málagjöld. Vertu sýnilegur Kristín Helga Gunnarsdóttir byggði bókina Vertu ósýnilegur á gífurlega mikilli heimildavinnu, meðal annars viðtölum við sýrlenskt flóttafólk á Íslandi. Ég veit ekki hvort það fólk hefur lesið bókina eða hvernig því líkaði hún. Það getur verið allur gangur á því hvernig innflytjendur upplifa myndina af sér í bókmenntum eins og sjá má á ritgerð Cinthiu Trililani um staðal- myndir af asískum konum í bókmennt- um. Hún segir að í fjölmiðlum, bók- menntum og kvikmyndum sé oftast fjallað um þær í tengslum við vændi, láglaunastörf og misnotkun auk þess sem ekki séu allar konur af asískum uppruna á Íslandi póstlistabrúðir. Hún nefnir dæmi um að dregin er upp mynd af ómenntuðum og jafnvel fáfróð- um konum, og sú mynd er látin ná yfir allar asískar konur á Íslandi. Jafnvel þó höfundar séu vel meinandi og gagnrýnir geta þeir þannig endurskapað þá for- dóma sem þeir vilja mótmæla og það getur verið niðurlægjandi fyrir sterkar og sjálfstæðar asískar konur á Íslandi.3 Vertu ósýnilegur er ráðið sem afinn gamli gefur Ishmael til að lifa af á flótt- anum og í þeirri baráttu sem fram undan er. En innflytjendur mega ekki vera ósýnilegir – reynsla þeirra verður að koma upp á yfirborðið og meira en það. Ef menn vilja vitundarvakningu um fjölbreytileika og fjölmenningu er það til alls fyrst að gera innflytjendur sýnilega. Bók Kristínar er lóð á þá vog- arskál. Hún er hugrökk bók sem opnar umræðu sem aðrir höfundar gætu fylgt eftir og ég vona innilega að kennarar vilji nota bókina til að ræða flótta- mannavandann og móttöku innflytj- enda á Íslandi við nemendur sína. Það þarf að byggja upp skilning og virðingu milli hópa ef við viljum að sambýlið verði farsælt. Heimildir: Tone Birkeland. Med vidåpen dør til forståelse av den flerkulturelle barne- og ungdomslitteraturen, Barnelitterært For- skningstidsskrift, 8:1, 2017. Mingshui Cai. Multicultural literature for children and young adults. Reflections on critical issues. S.l.: Information Age Publis- hing, 2006. Bodil Kampp. Mellom to kulturer. Flyktnin- ger og innvandrere i tidens ungdoms- litteratur. Anne Mørch Hanson og Jana Pohl (red). Børne- og ungdomslitteratur i tiden. Om dansk børne og ungdomsbøger i 2000’erne. København: Høst og søn, 2006. Kristín Helga Gunnarsdóttir. Vertu ósýni- legur. Flóttasaga Ishmaels. Reykjavík: Mál og menning, 2017. Lise Iversen Kulbrandstad. Hvilke bilde gir norsk barn og ungdomslitteratur av inn- TMM_4_2018.indd 138 6.11.2018 10:22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.