Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Blaðsíða 14

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Blaðsíða 14
H e l g a K r e s s 14 TMM 2018 · 4 vilji kveða niður, ekki bara karlinn Elías Elíasson, heldur allt karlveldið og sveitina með. Þannig stekkur hún út úr orðunum, eins og konan í Mósebók, grípur reyndar ekki um hreðjar karlsins, karlmennskutáknið, heldur þar sem ætla má að hann sé enn veikari fyrir, þ.e. dauður. Það er fyrst þá sem hún fær að tala, lætur til skarar skríða. Það gengur mikið á í þessari sögu. Þær vinkonurnar fá nýja prestinn í lið með sér, þann sama og hafði haldið svo fallega líkræðu yfir Elíasi, og er yfir sig jákvæður í garð fjölskyldunnar: „Ég held að ungu hjónin hérna séu ágætis fólk. Mér er sagt, að Elías yngri sé um margt líkur föður sínum.“37 En hann dugir ekki til neins, unglingslegur og ómögulegur, sífellt hnerrandi í sagga- fullri stofunni, talandi í kristilegum klisjum og togandi í fingurna á sér svo brakar í. Elíasarnir láta ekki svo glatt kveða sig niður, þar sem hver tekur við af öðrum, en Elías Elíasson heitir einnig fimm ára sonarsonur ekkjunnar sem mun að öllu óbreyttu taka við af föður sínum sem þegar er farinn að sýna sömu takta við eiginkonuna og faðir hans við móðurina. Þannig sameinast fjórar kynslóðir karlveldis í fyrirsögninni sem trónar þarna írónískt yfir hinni mjög svo talandi konu í sögunni. Eftirmáli: Tveggja kvenna tal Ég kynntist Jakobínu vorið 1975 þegar ég bað hana um leyfi til að þýða þrjár smásögur eftir hana á norsku til birtingar í fyrirhuguðu safni smásagna eftir nokkra íslenska samtímahöfunda. Var leyfið ekki aðeins góðfúslega veitt, heldur varð einnig upphaf að vináttu okkar og bréfaskiptum um nokkurra ára skeið. Ég var þá sendikennari í íslensku við Háskólann í Björgvin í Noregi og sögurnar þýddi ég í félagi við samstarfsmann minn Idar Stegane, sem átti raunar frumkvæði að tiltækinu. Komu sögurnar út ári síðar hjá bókafor- laginu Pax ásamt eftirmála um höfundana.38 Um svipað leyti var ég að vinna að útgáfu á smásögum eftir íslenskar konur frá upphafi sagnagerðar þeirra, þar sem nokkrar smásagnanna skyldu vera nýjar. Sumarið 1975 kom ég við í Garði á leið minni frá Seyðisfirði til Reykjavíkur, eftir nokkurra daga sjóferð ásamt börnum og bíl með ferjunni Smyrli sem þá gekk milli Björgvinjar og Seyðisfjarðar. Var erindið m.a. að biðja Jakobínu um sögu og ræða við hana um skáldskaparferil hennar og reynslu sem kvenrithöfundar. Þótt Jakobína sé mjög upptekin af konum og aðstæðum þeirra í verkum sínum, taldi hún öll tormerki á því að geta skrifað fyrir mig sögu um það efni. Hún gerði það þó og birtist sagan, sem er ekki bara um eina konu, heldur þrjár, í safninu tveimur árum síðar.39 Í þetta viðtal vitna ég í formála, þar sem Jakobína segir frá næði sínu til skrifta. Það hafi helst verið á nóttinni sem hún hafi skipt í tvær annir, en hafi nú ekki lengur þrek til að vaka nema aðra önnina.40 Að öðru leyti lenti þetta samtal í glatkistunni þar til ég fann það nú meir en mannsaldri síðar á handskrifuðum, lausum blöðum, og gríp ég hér niður í þeim, þ.e. tilsvörum Jakobínu, ef ske kynni að þau gæfu innsýn í skáldskapar- TMM_4_2018.indd 14 6.11.2018 10:22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.