Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Blaðsíða 127

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Blaðsíða 127
U m s a g n i r u m b æ k u r TMM 2018 · 4 127 grunnum“ (bls. 117) en þrátt fyrir það birtir Inga sögu hans á netinu. Líkt og Inga og Theodóra glímir Abel við ástar- sorg og þráhyggju gagnvart óendurgold- inni ást en ólíkt mæðgunum sleppir hann tökum og leitar annarra leiða til að skilja heiminn, svo sem í gegnum trúarbrögð og goðsagnir. Hann er þann- ig á fleiri en einn hátt fulltrúi kosta sem þær hefðu getað valið en gerðu ekki. *** Móðurhugur tekst á við ýmis krefjandi og áhugaverð viðfangsefni og hún krefst virkni af hálfu lesandans; hún er ekki auðlesin eða grípandi bók við fyrstu kynni en vinnur nokkuð á. Ég átti erfitt með að tengjast persónunum sem olli því að lesturinn var á tímum þungur. Þar hefur vafalaust áhrif að stíllinn er fremur formlegur og stirður en persón- urnar eru einnig fjarlægar. Þá á ég ekki við landfræðilega fjarlægð og þá stað- reynd að sögusviðið er hinum megin við Atlantshafið heldur fremur „dýpt“ frá- sagnarinnar; við kynnumst persónun- um yfirleitt ekki beint heldur í gegnum frásagnir annarra og í þessum flókna og sjálfsmeðvitaða miðlunarvef tapast nánd sem ég hefði þegið með þökkum. Það er pirrandi hvernig Inga og Theodóra ráðskast með trans persónur eins og Abel – og raunar einnig Jerome og Lio- nel – og ég hefði viljað að hin síðar- nefndu fengju meira rými en á sama tíma er jaðarsetning þeirra innan skáld- sögunnar þó vissulega merkingarþrung- in í sjálfri sér. Langsterkasta hlið Móð- urhugar er einmitt þessar siðferðislegu spurningar sem velt er upp varðandi skrif, rafræna tilvist og þá valdaafstöðu sem myndast þegar manneskja segir og skrifar sögu annarrar án samráðs – og gagnrýnni umræðu um þau mál má gjarnan halda á lofti sem víðast. Þorgeir Tryggvason Rauntímaraunir Jónas Reynir Gunnarsson: Millilending. Partus 2017. 176 bls. Innkoma Jónasar Reynis Gunnarssonar á skáldabekk 2017 var með eindæmum glæsileg. Leiðarvísir um þorp, lítið ljóða- kver sem hverfist um Fellabæ, hinn dálít- ið óskáldlega heimabæ Jónasar, gaf strax til kynna að þarna væri komin ung rödd með skýrum persónueinkennum og penni með vald á forminu. Þær vænting- ar sprungu síðan út með tilþrifum í Stórum olíuskipum, ljóðabók sem hreppti Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar. Snjöll og heildstæð bók, full af eftirminnilegum ljóðmyndum: „Í íbúð manns liggja föt í hrúgum eins og ættingjar hans hafi gufað upp.“ En vitaskuld vakti skáldsagan Millilend- ing mesta athygli, kannski að nokkru leyti í krafti þess að vera skáldsaga en ekki ljóð. En þar var ljóst að íslenskum rithöfundum sem vinna með óbundið mál hafði bæst eftirtektarverður liðs- auki til jafns við skáldbræður og -systur í ljóðlistinni. I Í allri þróunarsögu mannkynsins, hundruð þúsunda eða milljóna ára, api eða hvað það sem við vorum, hljóðið í gerviefnum að nuddast saman. Og þarna sat ég og hlustaði á það eins og ekkert væri eðlilegra. (13) Í Millilendingu fylgjumst við með Maríu, ungri stúlku, í nokkurra klukku- stunda dvöl hennar í Reykjavík áður en hún flytur til föður síns í Danmörku. Samband hennar við kærastann sem TMM_4_2018.indd 127 6.11.2018 10:22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.