Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Qupperneq 127
U m s a g n i r u m b æ k u r
TMM 2018 · 4 127
grunnum“ (bls. 117) en þrátt fyrir það
birtir Inga sögu hans á netinu. Líkt og
Inga og Theodóra glímir Abel við ástar-
sorg og þráhyggju gagnvart óendurgold-
inni ást en ólíkt mæðgunum sleppir
hann tökum og leitar annarra leiða til
að skilja heiminn, svo sem í gegnum
trúarbrögð og goðsagnir. Hann er þann-
ig á fleiri en einn hátt fulltrúi kosta sem
þær hefðu getað valið en gerðu ekki.
***
Móðurhugur tekst á við ýmis krefjandi
og áhugaverð viðfangsefni og hún krefst
virkni af hálfu lesandans; hún er ekki
auðlesin eða grípandi bók við fyrstu
kynni en vinnur nokkuð á. Ég átti erfitt
með að tengjast persónunum sem olli
því að lesturinn var á tímum þungur.
Þar hefur vafalaust áhrif að stíllinn er
fremur formlegur og stirður en persón-
urnar eru einnig fjarlægar. Þá á ég ekki
við landfræðilega fjarlægð og þá stað-
reynd að sögusviðið er hinum megin við
Atlantshafið heldur fremur „dýpt“ frá-
sagnarinnar; við kynnumst persónun-
um yfirleitt ekki beint heldur í gegnum
frásagnir annarra og í þessum flókna og
sjálfsmeðvitaða miðlunarvef tapast nánd
sem ég hefði þegið með þökkum. Það er
pirrandi hvernig Inga og Theodóra
ráðskast með trans persónur eins og
Abel – og raunar einnig Jerome og Lio-
nel – og ég hefði viljað að hin síðar-
nefndu fengju meira rými en á sama
tíma er jaðarsetning þeirra innan skáld-
sögunnar þó vissulega merkingarþrung-
in í sjálfri sér. Langsterkasta hlið Móð-
urhugar er einmitt þessar siðferðislegu
spurningar sem velt er upp varðandi
skrif, rafræna tilvist og þá valdaafstöðu
sem myndast þegar manneskja segir og
skrifar sögu annarrar án samráðs – og
gagnrýnni umræðu um þau mál má
gjarnan halda á lofti sem víðast.
Þorgeir Tryggvason
Rauntímaraunir
Jónas Reynir Gunnarsson: Millilending.
Partus 2017. 176 bls.
Innkoma Jónasar Reynis Gunnarssonar á
skáldabekk 2017 var með eindæmum
glæsileg. Leiðarvísir um þorp, lítið ljóða-
kver sem hverfist um Fellabæ, hinn dálít-
ið óskáldlega heimabæ Jónasar, gaf strax
til kynna að þarna væri komin ung rödd
með skýrum persónueinkennum og
penni með vald á forminu. Þær vænting-
ar sprungu síðan út með tilþrifum í
Stórum olíuskipum, ljóðabók sem
hreppti Bókmenntaverðlaun Tómasar
Guðmundssonar. Snjöll og heildstæð bók,
full af eftirminnilegum ljóðmyndum:
„Í íbúð manns liggja föt í hrúgum eins og
ættingjar hans hafi gufað upp.“
En vitaskuld vakti skáldsagan Millilend-
ing mesta athygli, kannski að nokkru
leyti í krafti þess að vera skáldsaga en
ekki ljóð. En þar var ljóst að íslenskum
rithöfundum sem vinna með óbundið
mál hafði bæst eftirtektarverður liðs-
auki til jafns við skáldbræður og -systur
í ljóðlistinni.
I
Í allri þróunarsögu mannkynsins, hundruð
þúsunda eða milljóna ára, api eða hvað
það sem við vorum, hljóðið í gerviefnum
að nuddast saman. Og þarna sat ég
og hlustaði á það eins og ekkert væri
eðlilegra. (13)
Í Millilendingu fylgjumst við með
Maríu, ungri stúlku, í nokkurra klukku-
stunda dvöl hennar í Reykjavík áður en
hún flytur til föður síns í Danmörku.
Samband hennar við kærastann sem
TMM_4_2018.indd 127 6.11.2018 10:22