Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Blaðsíða 111
Fa s i s m i f o r t í ð a r o g b l i k u r v i ð s j ó n a r r ö n d
TMM 2018 · 4 111
Höfuðóvinir íslenskra þjóðernissinna voru kommúnistar, sem að hætti
fasískra skoðanabræðra erlendis var litið á sem erkifjendur þjóðarinnar
vegna yfirþjóðlegra markmiða þeirra. Kristján Linnet, bæjarfógeti og foringi
þjóðernissinna í Vestmannaeyjum, skrifaði m.a. að þeir sem álitu pólitíska
stefnu kommúnista háskalega þjóðinni yrðu að kannast við að fasisminn ætti
brýnt erindi til Íslands. Hann hélt því fram að allir stjórnmálaflokkar hér á
landi hefðu sýnt kommúnistum umburðarlyndi en nú væri mál að linnti.21
Fasistinn, málgagn þjóðernissinna í Vestmannaeyjum, leit dagsins ljós þann
31. ágúst 1933 og eins og segir í ávarpi ritstjórans, Kristjáns Linnet, var erindi
hans við Íslendinga bæði brýnt og þarft:
Blað þetta, Fasistinn, sem nú hefir göngu sína hér í Eyjum, er málgagn okkar
íslenskra þjóðernissinna. Það er öllum Íslendingum kunnugt, að þjóðernishreyfing
Íslendinga, sem ný stofnuð er, samanstendur af þeim mönnum, sem áhuga hafa
fyrir viðreisn landsins og þjóðarinnar. Þann flokk skipa menn, sem andúð hafa á
öllu óréttlæti, andúð á niðurrifstefnu kommúnista, andúð á öllu sem þjóð vorri er til
skaða og skammar. Þennan flokk eiga allir sannir Íslendingar að styðja og styrkja,
eftir fremsta megni.22
Fasistinn flaggaði þýska hakakrossinum á forsíðunni, líkt og raunin var um
öll málgögn íslenskra þjóðernissinna ef frá er talið blaðið Þjóðvörn.23 En þó
að það blað hafi ekki flíkað svaztikunni á forsíðu var boðskapurinn og inni-
haldið á sömu nótum og hjá öðrum málgögnum íslenskra þjóðernissinna og
kjörorðið það sama: „Íslandi allt“.24
Ásgeir Guðmundsson sagnfræðingur segir í rannsókn sinni á nasisma
á Íslandi að Þjóðernishreyfing Íslendinga hafi ekki verið hreinræktaður
nasistaflokkur enda þótt sum ákvæði stefnuskrár hennar hafi sótt til
þýskra nasista að efninu til, heldur var hún einhvers konar sambland af
íhalds- og nasistaflokki. Þetta rökstyður Ásgeir með því að aðstandendur
hreyfingarinnar hafi flestir verið í Sjálfstæðisflokknum en fundist hann
orðinn of staðnaður og voru hlynntir þátttöku í róttækara þjóðernisafli í
anda þeirrar þróunar sem var erlendis. Um leið vildu þeir þó halda ýmsum
gildum síns fyrri flokks í stefnu sinni.25 Í Þjóðernishreyfingunni voru þannig
annars vegar Sjálfstæðismenn sem vildu beita sér fyrir þjóðrækni og baráttu
gegn kommúnistum og hins vegar ungir menn um eða innan við tvítugt
sem aðhylltust kenningar þýskra nasista og vildu taka sér þá til fyrirmyndar.
„Saga nasismans er ævintýrið um endurreisn þýsku þjóðarinnar úr niður-
lægingu og svívirðu,“ skrifaði Gísli Sigurbjörnsson í Íslenzkri endurreisn árið
1933, í pistli sem hann sendi frá Þýskalandi þar sem hann auk þess fullyrti
að allt tal um Gyðingaofsóknir, morð og limlestingar á föngum væri helbert
slúður runnið undan rifjum kommúnista og jafnaðarmanna. Á öðrum stað
í sama málgagni var skrifað lofsamlega um Hitler og ráðstafanir Þjóðverja
gegn gyðingum sagðar réttmætar og blátt áfram sjálfsvörn.26
Saga íslenskra nasista hefur verið rannsökuð og ítarlega rakin á prenti en
TMM_4_2018.indd 111 6.11.2018 10:22