Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Page 111

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Page 111
Fa s i s m i f o r t í ð a r o g b l i k u r v i ð s j ó n a r r ö n d TMM 2018 · 4 111 Höfuðóvinir íslenskra þjóðernissinna voru kommúnistar, sem að hætti fasískra skoðanabræðra erlendis var litið á sem erkifjendur þjóðarinnar vegna yfirþjóðlegra markmiða þeirra. Kristján Linnet, bæjarfógeti og foringi þjóðernissinna í Vestmannaeyjum, skrifaði m.a. að þeir sem álitu pólitíska stefnu kommúnista háskalega þjóðinni yrðu að kannast við að fasisminn ætti brýnt erindi til Íslands. Hann hélt því fram að allir stjórnmálaflokkar hér á landi hefðu sýnt kommúnistum umburðarlyndi en nú væri mál að linnti.21 Fasistinn, málgagn þjóðernissinna í Vestmannaeyjum, leit dagsins ljós þann 31. ágúst 1933 og eins og segir í ávarpi ritstjórans, Kristjáns Linnet, var erindi hans við Íslendinga bæði brýnt og þarft: Blað þetta, Fasistinn, sem nú hefir göngu sína hér í Eyjum, er málgagn okkar íslenskra þjóðernissinna. Það er öllum Íslendingum kunnugt, að þjóðernishreyfing Íslendinga, sem ný stofnuð er, samanstendur af þeim mönnum, sem áhuga hafa fyrir viðreisn landsins og þjóðarinnar. Þann flokk skipa menn, sem andúð hafa á öllu óréttlæti, andúð á niðurrifstefnu kommúnista, andúð á öllu sem þjóð vorri er til skaða og skammar. Þennan flokk eiga allir sannir Íslendingar að styðja og styrkja, eftir fremsta megni.22 Fasistinn flaggaði þýska hakakrossinum á forsíðunni, líkt og raunin var um öll málgögn íslenskra þjóðernissinna ef frá er talið blaðið Þjóðvörn.23 En þó að það blað hafi ekki flíkað svaztikunni á forsíðu var boðskapurinn og inni- haldið á sömu nótum og hjá öðrum málgögnum íslenskra þjóðernissinna og kjörorðið það sama: „Íslandi allt“.24 Ásgeir Guðmundsson sagnfræðingur segir í rannsókn sinni á nasisma á Íslandi að Þjóðernishreyfing Íslendinga hafi ekki verið hreinræktaður nasistaflokkur enda þótt sum ákvæði stefnuskrár hennar hafi sótt til þýskra nasista að efninu til, heldur var hún einhvers konar sambland af íhalds- og nasistaflokki. Þetta rökstyður Ásgeir með því að aðstandendur hreyfingarinnar hafi flestir verið í Sjálfstæðisflokknum en fundist hann orðinn of staðnaður og voru hlynntir þátttöku í róttækara þjóðernisafli í anda þeirrar þróunar sem var erlendis. Um leið vildu þeir þó halda ýmsum gildum síns fyrri flokks í stefnu sinni.25 Í Þjóðernishreyfingunni voru þannig annars vegar Sjálfstæðismenn sem vildu beita sér fyrir þjóðrækni og baráttu gegn kommúnistum og hins vegar ungir menn um eða innan við tvítugt sem aðhylltust kenningar þýskra nasista og vildu taka sér þá til fyrirmyndar. „Saga nasismans er ævintýrið um endurreisn þýsku þjóðarinnar úr niður- lægingu og svívirðu,“ skrifaði Gísli Sigurbjörnsson í Íslenzkri endurreisn árið 1933, í pistli sem hann sendi frá Þýskalandi þar sem hann auk þess fullyrti að allt tal um Gyðingaofsóknir, morð og limlestingar á föngum væri helbert slúður runnið undan rifjum kommúnista og jafnaðarmanna. Á öðrum stað í sama málgagni var skrifað lofsamlega um Hitler og ráðstafanir Þjóðverja gegn gyðingum sagðar réttmætar og blátt áfram sjálfsvörn.26 Saga íslenskra nasista hefur verið rannsökuð og ítarlega rakin á prenti en TMM_4_2018.indd 111 6.11.2018 10:22
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.