Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Blaðsíða 77
Æ t l a r þ e s s u m f r á s ö g n u m a l d r e i a ð l j ú k a ?
TMM 2018 · 4 77
aðir vinir eru enn visst tabú enda þótt við lifum á miklum játningatímum.
Rannsóknir á fullorðnum og ímynduðum vinum þeirra hafa líka verið mun
færri en rannsóknir á börnum en mig langar þó að drepa á nokkrar gerðir
ímyndaðra sambanda fullorðinna, sem hafa verið könnuð, og þá einkum með
hliðsjón af rithöfundum, lesendum og persónum skáldsagna.
III
Rithöfundar hafa atvinnu af því að skapa ímyndaða heima og persónur.
Margir þeirra hafa greint frá því að persónur þeirra taki stundum yfir rit-
unarferlið með því að segja þeim hvað þeir eigi að skrifa.12 Auk þess þróa
höfundar einatt með sér samband við persónur sínar sem þeir upplifa þá
sem raunverulega einstaklinga. Sambandinu lýkur ekkert endilega þegar
höfundurinn klárar skrifin. Iris Murdoch færði til dæmis lesendum sínum
gjarnan fréttir af persónunum sem hún hafði skapað.13 Af því að hún var rit-
höfundur voru frásagnir hennar taldar eðlilegasti hlutur í heimi, en hefði hún
haft aðra atvinnu mætti eins búast við því að sumir hefðu talið hana veika á
geði eða með ranghugmyndir. Ferlið, þegar rithöfundar eiga í samskiptum
við sögupersónur, er vel þekkt og talið dæmigert fyrir mannlegt atferli. Það
hefur verið kallað blekkingin um sjálfstæðu persónuna (e. illusion of indep-
endent agency). Kjarni þessarar blekkingar er að persónurnar séu sjálfstæðar
verur sem lúti ekki stjórn skapara síns. Með öðrum orðum upplifir höfundur
skáldsagnapersónur sem manneskjur af holdi og blóði með sínar eigin hugs-
anir, tilfinningar og markmið.14
Vigdís Grímsdóttir er meðal íslenskra höfunda sem hefur opinberlega lýst
upplifun af þessu tagi en í viðtali við Pétur Blöndal lýsir hún sköpunarferlinu
og samskiptum við persónur feikna vel:
Ef saga virkar, þá fer hún inn í draumana þegar ég sef og fólkið kemur til mín eins
og það sé til. […] Það er pínulítið eins og að fara inn í annan heim. En það getur
verið gott að taka sér hlé á milli. Af því að þetta fólk sækir á mann, án þess þó að
ég hafi nokkurn tíma farið yfir strikið. Það hef ég ekki gert – nema kannski aðeins,
segir hún laumulega.
– Ekki þannig að það væri í frásögur færandi. En ég gæti þess að fara ekki yfir lín-
una. Þegar ég skrifaði Ísbjörgu [Ég heiti Ísbjörg, ég er ljón], sem er afar neikvæð bók,
þá var ég farin að heyra í henni: „Nei, svona hugsa ég ekki!“ Rödd hennar var orðin
svo sterk að við lá að hún yrði sterkari en mín. En mín rödd verður að vera sterkari!
[…]
Sagan hverfist um ákveðna atburði og ég teikna grunninn og einstök svið, svona
eins og barn teiknar, og hvað gerist á hverjum stað. Síðan verður fólkið, sem er orðið
sterkara en ég, að fá að ráða einhverju. Ég hneppi ekki fólk í prísund og segi: „Vertu
eins og ég vil!“ Það fær að ráða sér sjálft. Eins og Ísbjörg sem sagði bara: „Nei, svona
hugsa ég ekki! Þú lætur mig ekki gera þetta!“ Eftir fyrstu drög að persónu verður hún
sterkari og sterkari og hendir því út sem þvælist fyrir henni. Hún verður sterkari en ég
og verður að fá sitt pláss.15
TMM_4_2018.indd 77 6.11.2018 10:22