Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Blaðsíða 115

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Blaðsíða 115
Fa s i s m i f o r t í ð a r o g b l i k u r v i ð s j ó n a r r ö n d TMM 2018 · 4 115 fyrir hann. Það sést á uppgangi pólitískra hreyfinga sem kenndar eru við svokallaðan hægri-þjóðernispopúlisma, þar sem m.a. er lagst gegn ýmsum þáttum í alþjóðlegu samstarfi og viðskiptum, þjóðarhugtakið er upphafið, fjölmenningu hafnað og varað við áhrifum hennar á samfélag og menningu viðkomandi lands. Þetta voru lengi vel jaðarhreyfingar sem þorri kjósenda leit hornauga, enda þykir margt í málflutningi þeirra og aðgerðum minna óþægilega á orðræðu fasískra hreyfinga og leiðtoga þeirra í aðdraganda seinni heimsstyrjaldarinnar, ef ekki beinlínis vera hreinn endurómur hennar. En á síðustu árum hafa þessar hreyfingar hlotið aukinn hljómgrunn, fengið fylgi í kosningum og þar með möguleika á að hasla sér völl á sviði stjórn- mála, líkt og Þjóðernisfylkingin í Frakklandi og svonefndir þjóðarflokkar í Danmörku, Þýskalandi og Austurríki.40 Nú síðast vakti fylgið við Svíþjóðar- demókrata í nýafstöðnum þingkosningum þar í landi mörgum ugg vegna tengsla þess flokks við hægriþjóðernisstefnu og sænska nýnasista.41 Við þessa þróun uppgangs hægriöfgasamtaka bætast svo voðaverk á borð við þau sem Anders Behring Breivik framdi í Noregi sumarið 2011 og fleiri glæpir sem einstaklingar hafa framið undir merkjum kynþátta- og þjóðernisofstækis. Þær raddir heyrast æ oftar að Íslendingar eigi að vera á verði gagnvart öllum fasískum tilburðum, gagnrýna þá hugmyndafræði með tilvísun í hræðilega fortíð hennar og með áherslu á mikilvægi lýðræðis þar sem fjöl- breytileiki hafi pláss og þjóðernisrasískri einangrunarstefnu er hafnað. Hér á landi hafa einnig heyrst þau sjónarmið að íslensk stjórnvöld eigi að fara á undan í því efni með skýru fordæmi. Þetta sýndi sig til dæmis í harðri gagn- rýni á það að Piu Kjærsgaard, forseta danska þjóðþingsins, skyldi vera boðið að taka til máls sem heiðursgestur og fulltrúi Dana á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum þann 18. júlí 2018 í tilefni af hundrað ára afmæli fullveldisins. Þetta var gagnrýnt með þeim rökum að íslensk stjórnvöld gætu ekki látið eins og ekkert væri á meðan hægriþjóðernisöfgastefnu vaxi fiskur um hrygg í hverju landinu á fætur öðru, jafnvel í landi með langa lýðræðishefð á borð við Danmörku.42 Einn þeirra sem tjáði sig um þetta var Jón Kalman Stefánsson, rithöfundur, sem skrifaði m.a. að öfgastefnu vaxi nú ásmegin og forystumenn og áhangendur þeirra sem tala fyrir vaxandi foringjadýrkun, foringjaræði og fordómum gagnvart innflytjendum og trúarhópum séu að safna liði í við- leitni sinni til að ná áhrifum og völdum. Gegn því þurfi vestrænar þjóðir að sporna, þar á meðal Íslendingar: Ég held hinsvegar að sterk viðbrögð Íslendinga við heimsókn Piu Kjærsgaard hafi sumpart stafað af því að við höfðum einfaldlega ekki gert okkur í hugarlund að stjórnmálamaður með hennar skoðanir gæti orðið andlit danska þingsins út á við … Þegar allt kemur til alls snúast deilurnar um heimsókn Kjærsgaard til Íslands um þessa spurningu hér: Eigum við að samþykkja það baráttulaust að fasisminn fari nú um hinn vestræna heim, falinn bakvið við grímu lýðræðis, og boði framtíð þar sem hatur og óþol á skoðunum annarra komi í stað samræðu og þrá eftir mannúð?43 TMM_4_2018.indd 115 6.11.2018 10:22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.