Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Blaðsíða 122
H u g v e k j u r
122 TMM 2018 · 4
sömu leið þangað til enginn þorir að
bjóða neinum heim – enda eiga þeir
ekki neina vini lengur; kona ein fer að
sjá móður sína sitjandi á sófa í stofunni
en móðirin hafði reyndar látist átta
árum áður, fleiri vofur fylgja á eftir, ein
þeirra er með göt í stað augna (þetta
hræðir líftóruna úr Fransmönnum,
Íslendingar myndu varla láta sér
bregða); úr húsvarðarstúkunni berst
rammur fnykur en húsvörðurinn, gömul
kona sem býr ein með þroskaheftum
syni sínum, svarar aldrei þegar bankað
er hjá henni, síðar kemur í ljós að þau
mæðgin hafa fyrir sið að bera inn í íbúð
sína allt sorp úr hverfinu sem hrúgast
þar upp og úldnar enn meir; og þannig
mætti halda áfram.
Íbúarnir eru lengi vel ráðvilltir og
ráðalausir, en svo komast þeir að því að
þessi undur hverfa ef þeir flytja sig um
set, góðan spöl frá blokkinni; konan
með brókarsóttina verður aftur fróm
ekkja og fer til kirkju, hjónin hætta að
rífast, þau skilja ekki hvað hafi komið
yfir þau, en allt fer svo á sama veg og
áður um leið og snúið er aftur í þennan
örlagakassa. Þá opinberast þeim loksins
sannleikurinn: það er fjölbýlishúsið
sjálft sem er að ofsækja sína eigin íbúa.
Þeir fyllast heiftarhug og vilja hefna sín
á þessari mannýgu íbúðarblokk en til
þess sjá þeir aðeins eina leið og hún er
sú að rífa húsið allt til grunna, hæð fyrir
hæð. Þetta taka þeir sér fyrir hendur
upp á eigin spýtur, í jötunmóð, og á því
endar sagan. En á bókmenntahátíðinni í
Saint-Malo nefndi höfundurinn aðra
lausn og einfaldari, hann sagðist ekki
geta verið í rónni fyrr en hann sæi síð-
asta erkismiðinn hengdan í görnum síð-
asta byggingaverktakans.
En er þetta í raun og veru kynjasaga?
Það er ekki víst, ef á hana er litið í ljósi
þeirrar kenningar sem Jón Kalman viðr-
aði í Svartaskóla – theorema Kalmani –
því þá mætti túlka hana sem raunsæja
frásögn af því sem kann að gerast þegar
mennskir menn taka sér bólfestu í dval-
arstað sem augljóslega er gerður fyrir
einhverja allt aðra og gerólíka lífveru.
Húsið er semsé að hefna sín á því að
þangað flytji menn sem það er ekki
hannað fyrir. Sem betur fer kemur
sjálfsbjargarviðleitni manna yfirleitt í
veg fyrir að málin gangi eins langt og í
Meyerling. Ég heyrði einu sinni harma-
tölur erkismiðs í útvarpinu, hann hafði
fengið verðlaun fyrir íbúðarblokk sem
hann hafði teiknað en nú var búið að
sprengja meistarastykkið upp í heið-
hvolfið, hann skildi hvorki upp né niður.
En skýringin var einföld, eins og lesa
mátti í blöðum: enginn vildi búa í verð-
launagripnum. Menn höfðu semsé náð
áttum áður en til þess kæmi að ung hjón
færu að brugga hvort öðru banaráð og
aldraðar konur að hrella menn með
vergirni. Og þetta er ekki einsdæmi. Ég
sá einu sinni risablokk í smábæ, hærri
og lengri en flest sem ég hafði áður séð,
íbúar staðarins kölluðu hana „Kínamúr-
inn“. En einn góðan veðurdag var hún
horfin, menn höfðu gert allt sem þeim
datt í hug til að gera hana aðlaðandi
fyrir mannfólk og fá þangað íbúa, síð-
asta ráðið var að hýsa þar útigangsmenn
en allt kom fyrir ekki, þarna vildi eng-
inn vera, og þá var ekki annað eftir en
fela hana dýnamítinu. Þetta gæti
kannski einhver kallað Nóbelsverðlaun
húsagerðarlistar vorra daga. „Borgin
geislandi“ hefur sloppið við þessi ömur-
legu örlög, kannski vegna þess að
mönnum þykir mikið á sig leggjandi
fyrir að búa í svo frægri byggingu, sjá
pílagrímana allt um kring, eins og þeir
séu sjálfir stjörnur. En einhverjum glett-
um hafa þeir samt orðið fyrir, á syllu
fyrir framan einn gluggann í nýkeyptri
íbúð kunningja míns hafði hlaðist upp
svo mikið magn af dúfnadriti að lítið
TMM_4_2018.indd 122 6.11.2018 10:22