Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Síða 122

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Síða 122
H u g v e k j u r 122 TMM 2018 · 4 sömu leið þangað til enginn þorir að bjóða neinum heim – enda eiga þeir ekki neina vini lengur; kona ein fer að sjá móður sína sitjandi á sófa í stofunni en móðirin hafði reyndar látist átta árum áður, fleiri vofur fylgja á eftir, ein þeirra er með göt í stað augna (þetta hræðir líftóruna úr Fransmönnum, Íslendingar myndu varla láta sér bregða); úr húsvarðarstúkunni berst rammur fnykur en húsvörðurinn, gömul kona sem býr ein með þroskaheftum syni sínum, svarar aldrei þegar bankað er hjá henni, síðar kemur í ljós að þau mæðgin hafa fyrir sið að bera inn í íbúð sína allt sorp úr hverfinu sem hrúgast þar upp og úldnar enn meir; og þannig mætti halda áfram. Íbúarnir eru lengi vel ráðvilltir og ráðalausir, en svo komast þeir að því að þessi undur hverfa ef þeir flytja sig um set, góðan spöl frá blokkinni; konan með brókarsóttina verður aftur fróm ekkja og fer til kirkju, hjónin hætta að rífast, þau skilja ekki hvað hafi komið yfir þau, en allt fer svo á sama veg og áður um leið og snúið er aftur í þennan örlagakassa. Þá opinberast þeim loksins sannleikurinn: það er fjölbýlishúsið sjálft sem er að ofsækja sína eigin íbúa. Þeir fyllast heiftarhug og vilja hefna sín á þessari mannýgu íbúðarblokk en til þess sjá þeir aðeins eina leið og hún er sú að rífa húsið allt til grunna, hæð fyrir hæð. Þetta taka þeir sér fyrir hendur upp á eigin spýtur, í jötunmóð, og á því endar sagan. En á bókmenntahátíðinni í Saint-Malo nefndi höfundurinn aðra lausn og einfaldari, hann sagðist ekki geta verið í rónni fyrr en hann sæi síð- asta erkismiðinn hengdan í görnum síð- asta byggingaverktakans. En er þetta í raun og veru kynjasaga? Það er ekki víst, ef á hana er litið í ljósi þeirrar kenningar sem Jón Kalman viðr- aði í Svartaskóla – theorema Kalmani – því þá mætti túlka hana sem raunsæja frásögn af því sem kann að gerast þegar mennskir menn taka sér bólfestu í dval- arstað sem augljóslega er gerður fyrir einhverja allt aðra og gerólíka lífveru. Húsið er semsé að hefna sín á því að þangað flytji menn sem það er ekki hannað fyrir. Sem betur fer kemur sjálfsbjargarviðleitni manna yfirleitt í veg fyrir að málin gangi eins langt og í Meyerling. Ég heyrði einu sinni harma- tölur erkismiðs í útvarpinu, hann hafði fengið verðlaun fyrir íbúðarblokk sem hann hafði teiknað en nú var búið að sprengja meistarastykkið upp í heið- hvolfið, hann skildi hvorki upp né niður. En skýringin var einföld, eins og lesa mátti í blöðum: enginn vildi búa í verð- launagripnum. Menn höfðu semsé náð áttum áður en til þess kæmi að ung hjón færu að brugga hvort öðru banaráð og aldraðar konur að hrella menn með vergirni. Og þetta er ekki einsdæmi. Ég sá einu sinni risablokk í smábæ, hærri og lengri en flest sem ég hafði áður séð, íbúar staðarins kölluðu hana „Kínamúr- inn“. En einn góðan veðurdag var hún horfin, menn höfðu gert allt sem þeim datt í hug til að gera hana aðlaðandi fyrir mannfólk og fá þangað íbúa, síð- asta ráðið var að hýsa þar útigangsmenn en allt kom fyrir ekki, þarna vildi eng- inn vera, og þá var ekki annað eftir en fela hana dýnamítinu. Þetta gæti kannski einhver kallað Nóbelsverðlaun húsagerðarlistar vorra daga. „Borgin geislandi“ hefur sloppið við þessi ömur- legu örlög, kannski vegna þess að mönnum þykir mikið á sig leggjandi fyrir að búa í svo frægri byggingu, sjá pílagrímana allt um kring, eins og þeir séu sjálfir stjörnur. En einhverjum glett- um hafa þeir samt orðið fyrir, á syllu fyrir framan einn gluggann í nýkeyptri íbúð kunningja míns hafði hlaðist upp svo mikið magn af dúfnadriti að lítið TMM_4_2018.indd 122 6.11.2018 10:22
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.