Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Side 134

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Side 134
U m s a g n i r u m b æ k u r 134 TMM 2018 · 4 mál með langa sögu eins og sést þegar Smári fer með brot úr ljóðinu Gyllta áttavitanum eftir hinn persneska Hafiz frá fjórtándu öld (109). Hugmyndir um slíkan innri áttavita voru einnig algeng- ar á seinni hluta 19. aldar og má merkja þær hjá einum áhrifamesta forsprakka umhverfisverndarskrifa með andlegri áherslu, hinum bandaríska Henry David Thoreau. Thoreau skrifaði doðrantinn Walden (1854) eftir að hafa dvalið í kofa við Walden vatn nálægt Concord í Massa- chussets í tvö ár og lifað þar nægjusömu lífi í takt við náttúruna í kringum sig. Þetta var eins konar tilraun í að sleppa undan neyslusamfélagi og stanslausu áreiti nútímans og Thoreau stundaði m.a. hugleiðslu og núvitundaræfingar. Hann og vinur hans Ralph Waldo Emerson voru svokallaðir transcend- entalistar, þ.e. trúðu á „lög guðs í sam- visku hvers manns“ sem væru æðri landslögum.7 „Enginn maður hefur nokkru sinni fylgt eðlisávísun sinni þar til hún afvegaleiddi hann,“ fullyrðir Thoreau í þessu riti (249). Áttum má helst ná úti í náttúrunni, að hans mati: „Vísindin vekja helst áhuga okkar þegar þau upplýsa um það sem [þeir sem eyða ævinni úti á víðavangi og í skógunum] vissu fyrir vegna vinnu sinnar eða innsæis því að það eru hin sönnu hug- vísindi eða lýsing á reynsluheimi manna“ (244). Íris og Smári reyna einnig að ná áttum með hugleiðslu og návígi við náttúruna. Eftir því sem þeim tilraun- um vindur áfram verður frásögnin súrr- ealískari og endar loks í gegnheilli fant- asíu í Surtsey þar sem völvan Edda fer til dæmis að tala mál vísdómsins við fugla og Írisi og Smára vex fjaðrahamur. Susan Power Bratton telur að það sem hún kallar trúarlega siðfræðilega umhverfisverndarumræðu sé oft kraft- mest og vistvænust þegar hún nýtir sér dulúð, myndhvörf og hið yfirskilvitlega – allt það sem vísindin tortryggja.8 Sögupersónan Smári virðist vera sama sinnis þegar hann fléttar saman tákn- sögur og goðsögur úr ýmsum áttum: „Ég hugsa að allegórían sé ekki besta leiðin til að komast sem fyrst út úr fang- elsi,“ segir hann, „en ég segi eins og gríski stóuspekingurinn Epiktet: Ég er að reyna að verða andlega frjáls“ (109). En við lestur lokakaflanna í Undirferli er auðvelt að taka undir orð Steinunnar Ingu Óttarsdóttur í ritdómi um bókina í Víðsjá, þar sem hún segir „táknin ryðj- ast hvert um annað þvert“ og að „myst- íkin, andríkið og boðskapurinn ber[i] söguna ofurliði“.9 Íris og Smári eru mjög virkir innbyggðir túlkendur, fara um víðan völl í leit að táknum og túlk- unarleiðum og koma jafnvel með túlk- anir á sjálfum sér sem persónum: „Ég sagði Írisi að nú væri tími til kominn fyrir hana að klæða sig í ránfuglsham. Nú væri komið að því að endurheimta Surtsey. Og hún væri bæði Íris [grísk gyðja regnbogans] og Freyja. Hvað ert þú þá? sagði hún og hló að mér“ (140). Líkt og Ástarmeistarinn fjallar Undir- ferli ekki aðeins um misvel heppnaðar tilraunir sögupersóna til að þróa sálar- og ástarlíf sitt, heldur er hún jafn til- raunakennd sem bókarform. Yfir- heyrsluform Undirferlis og bréfaform Ástarmeistarans takmarkar bæði sjónar hornið og vinnur gegn heillegri frásögn. Stundum minna einræður aðalsöguhetjanna á heimspekilegar vangaveltur Thoreaus í Walden en eru þá alltaf rofnar fljótlega af hröðum takti yfirheyrslunnar. Sögupersónur virðast jafn litlu nær og lesendur um það sem er í raun að gerast en varpa fram alls konar teoríum og tilgátum í von um að heild- arsumma tilrauna þeirra hafi næg áhrif. Og það virðist í raun vera hið opna TMM_4_2018.indd 134 6.11.2018 10:22
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.