Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Page 118

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Page 118
118 TMM 2018 · 4 Sölvi Björn Sigurðsson Skáld og öndvegis- þýðandi Kristján Árnason 26. sept. 1934 – 28. júlí 2018 Kristján Árnason var í lífi sínu maður mennta og selskaps. Í þýðingarstörfum sínum var hann leiðsögumaður annarra þýðenda um hvernig takast skal á við útlenska texta og snara þeim yfir á íslensku. Í kennslustörfum sínum við Háskóla Íslands dró hann til sín nem- endur sem kunnu að meta víðsýni hans og gagnmerka þekkingu á heimsbók- menntum. Í greinaskrifum og skáldskap var hann einatt hollur klassíkinni og rit- aði gnótt af textum um bókmenntir og menningarmál sem varðveittir eru bæði í tímaritum og bókum. Í frístundum söng hann lögin hans Theodorakis og dansaði grískan dans, jafnt við Suður- götu sem á Syros. Ef marka má orð hans nánasta sam- ferðafólks, eins og til þeirra var vitnað við útför hans í ágúst síðastliðnum, þá var þessi látlausi, norðlenski spekingur einatt háttvís og ókvartsamur, ljúflynd- ur og hjálpsamur, myndarlegur, auð- mjúkur og hógvær. Hann var barna- barnabarn Matthíasar Jochumssonar, sonur Önnu Steingrímsdóttur og Árna Kristjánssonar tónlistarmanns; fæddur af beini fólks sem lifði og hrærðist í skáldskap, tónlist og hvers kyns menn- ingu. Hlýr maður, Kristján Árnason, þann- ig er hans helst minnst. Kristján tranaði sér hvorki fram né kunni að sýna samferðafólki yfirgang eða óháttvísi. Hann var elskur að tónlist eins og hann átti rætur til og ræktaði þann áhuga með því að hlusta mikið á klassík og einnig í ferðum til Grikk- lands með Grikklandsvinafélaginu, sem hann var lengi vel ötull liðsmaður í. Ekki síst þar voru dansar stignir við tónlist Theodorakis. Á fullorðinsárum átti Kristján Skoda-bifreið sem hann keyrði á haugana, af því að hann var mannvinur. Kristján kom fáeinum sinnum á æskuheimili mitt þegar ég var barn og flutti þar í dagsbirtu ljóð og þýðingar sem hann kunni vel að meta og ég svo síðar. Á háskólaárum mínum lágu leiðir okkar saman þegar hann varð kennari minn og leiðbeinandi við samsetningu útskriftarritgerðar um franska skáldið Arthur Rimbaud. Það var alltaf gaman að sitja tíma hjá Kristjáni. Kennarar hafa að jafnaði ólíkar kennsluaðferðir sem endurspegla að einhverju leyti manneskjuna sem innra með þeim býr og það er létt að rifja upp hvað Kristján var alltaf örlátur á þátttöku nemenda í samræðum um leið og hann stóð vörð um að fyrirlestrar misstu ekki marks eða samtalið reikaði út af sporinu. Að kynnast honum sem manneskju á þess- um árum voru góð kynni enda var þarna maður sem stafaði frá sér spekt, visku og æsingaleysi. Ritstörf Kristjáns bera vitni um and- ríki og ekki litla háttvísi í vali á við- fangsefnum. Thomas Mann, Patrick Süskind, Heine og fjöldi annarra þýskra skálda, og svo fjársjóður fornra rita sem ekki er sjálfgefið að örþjóð á grjóthólma eigi í þýðingum sem munu lifa lengur H u g v e k j u r TMM_4_2018.indd 118 6.11.2018 10:22
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.